Er tímaflakk að verða að veruleika í ár?

bigQ080208_15523t Lengi hefur mannveran velt fyrir sér hvort tímaflakk eða "time travel" á góðri ensku sé í raun hægt eða verður einhverntíman að veruleika. Margar bækur og bíómyndir hafa verið gerðar kringum þessa hugsun og hefur trilogyan "Back to the future" þar sem táningurnir Marty McFly og prófessorinn Emmett Brown ferðast aftur og tilbaka í tímanum. Fljótt komast þeir nú að því að allt þetta flakk veldur bara vandamálum og hættu.

Í dag prófaði ég að leita á google upp orðinu "is time travel really possible?" og rakst á áhugaverða grein hjá The Independent sem var skrifuð þann 8. febrúar á þessu ári. Í stuttu er verið að segja frá tilraun sem er verið að vinna sem gæti mögulega gert tímaflakk að veruleika. Greinin má lesa hér http://www.independent.co.uk/news/science/the-big-question-is-time-travel-possible-and-is-there-any-chance-that-it-will-ever-take-place-779761.html. Mæli með að lesa þessa grein. Þetta er voðalega spennandi hugtak þrátt fyrir að ég hafi ekki mikla trú á að við getum einhverntíman farið fram og aftur í tíman og leiðrétt hitt og þetta.


Sama sagan

Ég fór á Metallica fyrir fjórum árum í Egilshöllunni og þar þurfti ég að glíma við svipað vandamál. Ég þurfti að yfirgefa tónleikansalinn út af því ég gat ekki lengur andað, kominn með hausverk og svimaði. Þurfti því að standa eins og margir aðrir fram í andyri til að hlusta á restina af tónleikunum. Ég leitaði upp færslu af mbl.is þennan dag árið 2004 þar sem sagt er þetta um tónleikana:

Fjórir voru fluttir á slysadeild og fjöldi manns hneig niður vegna súrefnisskorts á tónleikum Metallica í Egilshöllinni í kvöld. Liðsmenn Hjálparsveitar skáta þurftu að draga fólk út úr tónleikasalnum til að gefa því frískt loft en samkvæmt upplýsingum frá Hjálparsveit skáta var hátt í hundrað manns veitt aðhlynning á tónleikunum vegna mikils hita og yfirliðs. Tónleikarnir heppnuðust að öðru leyti vel og mikil stemning var meðal þeirra 18.000 tónleikagesta sem komu í Egilshöllina til að hlusta á hljómsveitina.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að loknum tónleikunum í að mjög heitt hefði verið í salnum og lögreglan því gripið til þess ráðs að opna húsið til að fá meira súrefni inn.

 Tja ....það var alltaf talað um að það átti að lagfæra þetta eftr tónleikana en hvað hefur verið bætt?


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband