Klúður og lausn á svipuðu strætó máli.

Svona stór verkefni þarf að hugsa vel út svo það gangi. Mig langar að vita hvaða afsaknir eru sagðar fyrir klúðrinu á þessu. Reyndar fannst Námsmannakortin sem borgin lét gera svo að námsmenn komust frítt í strætó vera frekar mikið klúður. Ekki það að ég hafi verið á móti þeim eða gagnrýna hugmyndina en hún var mjög góð og auðveldara námsmönnum ferðina mjög mikið. Svo líka hvetur þetta fólk í að nota almenningssamgöngur meira. Það sem ég á við þegar ég tala um klúður er prentun á rangdýrum spjöldum í kringum þessi kort. Var nú í nemendaráði þetta ár sem það var tekið í notkun og voru fjölmörg kort ekki sótt enda var það fólk sem var keyrandi, fjölskyldufólk og eldra fólk (ég var í fjölbraut).

Það sem mér fannst vera rétta lausnin væri að bjóða upp á þennan möguleika og leyfa þá krökkunum að fara á næstu Stætómiðstöð þar sem þeir kaupa sér þessi sér kort og miða, með staðfestingu um skólavíst frá skólanum. Þar myndu þeir afhenda passamynd af sér og prentað væri plastað pappakort með mynd, nafni og kennitölu ásamt gildistíma kortsins. Þar væri hægt að spara þvílíkan kostnað við að prenta út sérprentuð kort og ráða sérstakan eftirlitsmann til að gæta þess að enginn sé að misnota kerfið. Uppsetning á slíku kerfi væri auðvitað kostnaðarsamt til að byrja með en myndi spara miklu meira til lengri tíma, sérstaklega þar sem hægt væri að nota slíkan búnað í vanalegum strætórekstri. T.d. þá væri hægt að leysa af sérprentuðu kortin frá Strætó og fólk gæti þá hugsanlega valið sér gildistíma sjálft, bara kostar mismunandi mikið eftir lengd auðvitað.

Veit ekki en stundum finnst mér borgin ganga of snemma í verkefni án þess að hugsa betur í kringum þetta allt saman.


mbl.is Smartkortakerfið klúðraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband