Þriðjudagur, 22. maí 2007
fyrsti stundirnar
Það er stutt síðan að sjáfstæðisflokkurinn tilkynnti ráðuneytin sem menn þeirra munu starfa undir og strax eru kjósendur fullir af efasemdum. Juju ... margir krossuðu yfir hann Björn og hann Árna. Svo sem skiljanlegt með Árna ... hann er fínn í brekkusöngnum á þjóðhátíð og ég var nú bara of ungur til þess að taka eftir honum á þingi, en hann er dæmdur glæpamaður sem fékk annað tækifæri. Fólkið hefur samt ekki gleymt því sem hann gerði. Hvað varðar Björn þá má segja að kjósendur tóku málstað Baugsmanna. Mér finnst ákærurnar á hendur Baugs vera einum of fyrst að þegar nýr dómur er fallinn, kemur ný ákæra daginn eftir. Búinn að missa alla trú á þeim málum.
Bíðum aðeins með að rakka niður embættismenn sem hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til þess að prófa nýju fallegu sætin sín í Alþingis salnum.
Gott hjá þeim að halda Björn í sama stólnum. Búinn að standa sig vel að mínu mati.
Nú bara bíða og sjá hvað Samfylkingin mun gera í sínum málum.
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.