bróðir minn ...

... gleypti einu sinni eina krónu á Portúgal fyrir tveimum árum. Þá var hann 5 ára. Hinsvegar var hann heppinn því að peningurinn festist í vélindanum og gat alveg andað og annað. Sem betur fer var ferðaskrifstofan með enskan læknir sem kom fljótlega og skoðaði hann nánar. Greyið var svo sent með sjúkrabíl á bláljósum þvert um landið í höfuðborgina svo að hægt væri að ná honum upp.

Svo reyndar til þess að toppa söguna aðeins uþb fimm mín eftir að hann gleypti eina krónuna datt annar bróðir minn, þá 3 ára, á steyptan bekk í íbúðinni og fékk ljótan skurð á hausinn. Sárið var límt saman í íbúðinni og greyið fékk ekki að synda restina af ferðinni :S

Enn svo vakna upp sú spurning ... hvernig náði hann að gleypa íslenska krónu í útlöndum :P


mbl.is Gleypti fimm krónu pening
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Peningurinn heitir króna og er ein króna í verðgildi, það er óþarfi að taka fram tölugildi krónunnar sérstaklega.  

Ég vona að drengirnir hafi jafnað sig. 

Ísdrottningin, 12.6.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Jájájá ... hann jafnaði sig alveg á þessu. Hjartað okkar stoppaði í smá stund en annars eru allir góðir ;) Mamma er nú hjúkrunarfræðingur og ég er með próf í Fyrstu hjálp :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.6.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

 Gott að heyra að allt fór vel - en er enn óupplýst hvar hann fékk krónuna?

Valgerður Halldórsdóttir, 13.6.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

hann hefur væntanlega tekið hana með sér út eða fundið hana í húsinu. Núna liggur krónan í litilli krukku heima hjá mömmu ásamt röntgen myndinni þar sem krónan sést vel og vandlega.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 13.6.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband