Kvikmynd: The Moguls

Ég hef af og til skrifað kvikmyndagagnrýni um allskonar kvikmyndir, bæði sem eru í bíó og komnar út á DVD . Hinsvegar hef ég ekki birt þær á alnetinu í mörg ár. Aðalega notað þær til þess að þjálfa mig upp í greinaskrif og annað. Kvikmyndagagnrýnin mín er yfirleitt vel tekin af þeir sem spyrja mig, enda hef ég litlar væntingar gagnvart flestum kvikmyndum. Það kemur þó fyrir og þá getur gagnrýnin orðið verulega hörð sem er í raun bara í lagi.
Í kvöld keypti ég mér myndirnar "The Moguls" og "Even Money" úr 48DVD safninu. Báðar myndir voru góðar á sinn hátt. Hinsvegar langar mér að birta smá umfjöllun um The Moguls. Til gamans geta hafði ég engar sérstakar væntingar gangvart þessum myndum.

The Moguls (The Amateurs, bandríski tiltillinn) kom út árið 2005 og í fyrstu hljómar sem einskonar B-mynd þrátt fyrir að hafa góða og þekkta leikara eins og Jeff Brigdes, Ted Danson, Joe Pantoliano og William Fichtner. Hér er á ferðinni frábær satíra stútfull af gríni og kaldhæðni sem held ég að flestir eiga eftir að fíla í botn.

Myndin fjallar um vinahóp sem reynir og reynir að finna sér eitthvað sem þeir getað grætt verulega á. Ákveðið er að búa til saklausa klámmynd. Verkefnið er ekki eins auðvelt og þeir upphafla halda og er gaman að fylgjast með hvernig þetta verkefni þeirra fer.

Persónurnar eru allar mjög ólíkar á sinn hátt þrátt fyrir að eiga eitt sameiginlegt, að vera ósköp venjulegt fólk sem búa í bandarískum smábæ. Lifa einföldu lífi og reyna sitt besta að vera gott fólk. Andy (Jeff Bridges) er fráskilinn og þarf að horfa upp á son sinn lifa með ríkum stjúpföður sínum. Þetta fer svolítið fyrir brjóstið á honum og vill endilega gera betur. Hann er sem dæmi aðilinn sem fær þessa skrítnu hugmynd um að framleiða klámmyndina.

The Mogules er bráðskemmtileg kvikmynd og mæli ég svo sannarlega með þessari mynd. Myndin fær frá mér 3 og hálfar stjörnur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband