Skora á íslendinga

Alveg gott og gilt að hreina upp flugeldarusl af götunum en það er óþarfi að skora á björgunarsveitir til þess að taka upp flugeldasorpið af götum borgarinnar. Þetta eigi alveg að falla undir hvern og einn einstakling að þrífa upp eftir sjálfan sig. Flestar björgunarsveitir keyra um sitt bæjarfélag eða svæði og týna upp jólatré og er það tímafrek vinna.

Skora þess vegna alla landsmenn og björgunarsveitarfólk til þess að hirða upp flugeldasorpið kringum sitt hús og jafnvel í sínu nánasta nágrenni.
mbl.is Skorað á björgunarsveitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þarna koma rök sem ég er mjög sammála með :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.12.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef björgunarsveitir fengju borgað fyrir að taka á móti flugeldasorpinu þá má kanski skoða þetta.

En eins og staðan er í dag þá mega þeir sem komu með hugmyndina gera þetta sjálfir.

Svo má snobbpakkið sem kom með þessa hugmynd sjá veruleikan, því að ef björgunarsveitarfólk þarf að verja meiri tíma frá fjölskyldum sínum en nú er þá mun björgunarstarf vera eitthvað sem heyrir sögunni til eftir nokkur ár.

Það verður það ef svona hugmyndir verða að veruleika.

Ólafur Björn Ólafsson, 27.12.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Skil ekki afhverju við (Björgunarfólk) eigum að taka til eftir aðra þegar það eru einstaklingar og íþróttafélög einnig að selja. Eigum við þá að taka fram úr öllum og stunda hreinsunarstörf líka :) Æji stundum þarf maður aðeins að hugsa áður en svona tilgangslausar fréttatilkynningar eru send út til fjölmiðla.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 27.12.2007 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband