Mikil óvissa næstu fjóra mánuði

Sjálfstæðisflokkurinn og í raun þjóðin öll varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Geir H. Haarde tilkynnti þjóðinni á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda. Geir boðaði á sama tíma kosninga þann 9. maí næstkomandi sem mótmælendur telja sem hænufet í átt að kröfum þeirra, en mótmælendur ætla að halda baráttunni áfram þangað til ríkisstjórnin segi af sér. En upp vakna spurningar hvort ríkisstjórnin geti mögulega starfað í ljósi þess að tveir valdamestu og mikilvægustu aðilar séu nú að ganga í gengum alvarleg veikindi.

„Það eru náttúrulega breyttar aðstæður núna, raunar mjög breyttar aðstæður“, segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og lektor við hug –og félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri, og bætir við að búið er að eyða ákveðinni óvissu í þjóðfélaginu, en aftur á móti væri búið að skapa nýja óvissu á öðrum sviðum. „Það liggur fyrir að það verða kosningar í vor, þeirri óvissu er búið að svara.“, sagði Birgir. „Stóra óvissan [í dag] er hvort að ríkisstjórnarsamstarfið haldi velli þrátt fyrir að báðir foringjarnir hafa lýst yfir áhuga á því að klára þetta fram að kosningum.“

Á fjórða þúsund notenda á samskiptavefnum Facebook hafa krafist þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, virki 24. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir að forsetinn geti rofið Alþingi og boðað til kosninga. Að sögn Birgis getur forsetinn það ekki að eigin frumkvæði. „Það er bara forsætisráðherra sem getur rofið þing. Hinsvegar ef það kæmi fram vantrauststillaga þá í raun neyðist hann til þess þar sem þingið studdi ekki ríkisstjórnina, en það er óvíst að það verði.“

Það er því mikil óvissa í samfélaginu hvað gerist á næstu vikum og mánuðum en án efa stóra spurningin nú er hver muni leiða sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Þegar í stað hafa þó nokkur lýst yfir áhuga á formannsstólnum og bárust meira segja fréttir stuttu eftir að Geir tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Birgir segir að það er ekkert skrítið við að menn fari að tala saman og skoði stöðu sína. „Menn hafa ekki langan tíma til umhugsunar, þetta er í raun stuttur tími fram í mars fram að formannskjöri.“ „Þannig er bara lífið í pólitíkinni.“

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24.janúar 2009 kl 15:38


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband