Laugardagur, 2. maí 2009
Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í 15. sinn
Baggalútur og Sigur Rós sópuðu bæði að sér tvo verðlaunagripi á íslensku tónlistarverðlaunum sem veitt voru í 15. skiptið nú fyrir stundu. Mikill húmor einkenndi athöfnina en karlakór vakti upp hrifningu og hlátur hjá þeim sem tilkynntu sigurvegara kvöldsins. Að sögn Jakob Frímans Magnússonar, sem veitti hvatningarverðlaun kvöldins, er verðlauna afhendingin mun afslappaðri í ár en áður. Í ár var verðlaunaflokkum fækkað en í staðinn bætt við tilnefningar í hverjum flokki.
Sigur Rós var valin höfundur ársins fyrir lagasmíði á plötunni Með suð í eyrunum við dönsum endalaust en í umsögn dómnefndar segir að með plötunni hafi sveitin náð að stækka sjóndeildarhringinn og víkka út laga- og textasmíðar sínar á hugkvæman og humorískan hátt.
Tónverkið Ora eftir Áskell Másson var valið tónverk ársins fyrir að vera áhrifamikið, heillandi og ágengt verk sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Áskell lýsti í þakkaræðu sinni að tónverk væri eins og byggingarframkvæmd. Hún gangi hægt, hún gengur hratt en megi aldrei stöðvast. Þar var hann að lýsa framkvæmdum við Tónlistarhúsið en Áskell ætlaði að frumflytja verkið fyrir íslensku þjóðina þar.
Hvatningarverðlaunin fengu frumkvöðlarnir sem stóðu bakvið stofnun Músíktilrauna sem að hefur verið stökkpallur margra íslensku tónlistarmanna síðan fyrsta keppnin var haldin og gefið ungum tónlistarmönnum tækifæri á að koma sér á framfæri.
Lagið þú komst við hjartað í mér sem Toggi samdi en Hjartalín og Páll Óskar fluttu í nýrri mynd var valið lag ársins. 90% af þökkunum fer til Hjaltalín fyrir að gefa laginu nýtt líf. sagði Páll Óskar þegar hann og Toggi tóku á móti verðlaunum en í umsögn dómnefndar segir að Hjaltalín sá fegurðina í lagi og texta og færði það nær hjarta þjóðarinnar í rólegri útgáfu sinni.
Emilíana Torrini var með rödd ársins að mati dómnefndar. Á nýjustu plötunni sinni dustar hún rykið af stórsöngkonutöktunum sem blunda í barka hennar en hún hefur ekki beitt mikið eftir að hún varð alþjóðlegur listamaður., segir í umsögn dómnefndar og segir einnig að Emilíana hefur vaxið með hverju nýju verkefni sem hún hefur tekið sér fyrir hendi.
Tónlistarflytjandi ársins er Anna Guðný Guðmundsdóttir fyrir heildarflutning á tónverkinu Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen.
Agent Fresco, sigurvegari Músíktilrauna á síðasta ári, var valin bjartasta vonin. Sveitin sigraði einnig íslensku forkeppnina fyrir alþjóðlegu keppnina Battle of the Bands. Agent Fresco ber með sér ferska strauma og virðist hljómsveitin líkleg til að afreka á næstu misserum segir í umsögn dómnefndar og bætir við að sveitin skipar góðum hljóðfæraleikurum og söngvara með sterkan karakter sem gefur sig allan fram á sviði.
Veit voru viðurkenningar fyrir bestu plötu ársins í þrem flokkum. Ómar Guðjónsson hlaut viðurkenningu fyrir bestu Jazz plötu ársins, Fram af. Besta Pop-rock platan hlaut Sigur Rós fyrir plötuna Með suð í eyrum við spilum endalaust og var platan Fordlandia eftir Jóhann Jóhannsson valin besta sígilda og samtímatónlistar platan.
Baggalútur var valinn vinsælasti flytjandinn af lesendum vísis.is en Baggalútur var einnig valinn af lesendum tónlist sem besti flytjandinn í netkosningu.
Mugison tók fyrr um daginn við verðlaunum fyrir útflutningi á tónlist sinni og Björk Guðmundsdóttir fékk verðlaun fyrir myndband ársins.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti eins og síðustu ár heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunana. Ingólfur Guðbrandsson var heiðraður fyrir störf sín síðustu áratugi, en Ingólfur hefur lagt sig fram á sviði klassískra tónlistar.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 18. febrúar 2009 21:52
Flokkur: Landpostur.is | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.