Akureyrarbær dæmdur til að greiða rúmar 3 milljónir í skaðabætur

Akureyrarbær var í síðustu viku dæmdur til að greiða Sigurði Lárus Sigurðssyni, slökkviliðsmanni, tæpar 3 milljónir króna í bætur og 900 þúsund krónur í málskostnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í dóminum segir að stefnandi hafi starfað hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og ákveðið að sækja um lausa stöðu hjá slökkviliði Akureyrar og fengið inn ásamt þremur öðrum umsækjendum. Þegar hann hafi átt að hefja störf var talið að hann hafi hætt við ráðningu sína.

Sigurður höfðaði mál gegn Akureyrarbæ og krafðist þess að bærinn yrði dæmdur til að greiða 3,4 milljónir í skaðabætur og rúmlega 1,2 milljónir í miskabætur með dráttarvöxtum. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að Akureyrarbær hafi með ólögmætum hætti rift ráðningasamningi aðila og dæmdi honum í hag rúmar 3 milljónir í skaðabætur vegna búferlaflutninga hans og fjölskyldu. Dómurinn tók hinsvegar ekki undir kröfu hans um að brotið var gegn æru eða starfsheiðri stefnenda.

Sjá má dóminn í heild sinni hér

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 6.febrúar 2009 17:09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband