Laugardagur, 2. maí 2009
Tólf manns tilnefndir til blaðamannaverðlauna í ár
Blaðamannafélag Íslands mun á laugardaginn næstkomandi afhenda sína árlegu blaðamannaverðlaun félagsins á Hótel Holti í Reykjavík kl 17:00. Ellefu blaðamenn og einn ljósmyndari eru í ár tilnefndir í þremur verðlaunaflokkum.
Í flokki blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefndir Jóhann Hauksson, DV; Sigrún Davíðsdóttir, RÚV og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, mbl.is.
Jóhann er tilnefndur fyrir fréttaskrif og umfjöllun um mikilvæg þjóðfélagsmál. Sem dæmi má nefna skrif hans um samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sigrún er tilnefnd fyrir pistla m.a. í tengslum við bankahrunið og áhrif þess erlendis en hún velti fyrir sér efnið á nýjum hliðum og sett þau í nýtt og upplýsandi samhengi. Þóra Kristín fær tilnefningu fyrir vandaðar fréttir á vefsjónvarpi mbl.is, en þar nálgast málefni líðandi stundar að frumlegum hætti og nýtir þar með netmiðilinn með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.
Í flokki rannsóknarblaðamennsku ársins eru tilnefndir Atli Már Gylfason og Trausti Hafsteinsson, DV; Brynjólfur Þór Guðmundsson og Erla Hlynsdóttir, DV og Sigurjón M. Egilsson, Mannlíf og Bylgjan.
Atli Már og Trausti fá tilnefningu fyrir ítarleg og afhjúpandi umfjöllun um kynþáttarfordóma meðal ungs fólks á Suðurnesjum og margvísleg áhrif þeirra. Brynjólfur Þór og Erla fá tilnefningu fyrir ítarleg og samfelld skrif og greiningu á eftirlaunum ráðamanna og áhrifum eftirlaunafrumvarpsins. Sigurjón er tilnefndur fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert í íslenskum fjölmiðlum. Sigurjón stýrði m.a. útvarpsþætti á Bylgjunni þar sem hann tók fyrir íslensk þjóðmál.
Í flokki besta umfjöllun ársins eru tilefndir Baldur Arnarson, Morgunblaðið; Brjánn Jónasson, Fréttablaðið og Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðið.
Baldur er tilnefndur fyrir greinaflokkinn Ný afstaða í norðri, en þar fór hann yfir þær breytingar sem hlýnun andrúmsloftið hefur á norðurslóðirnar. Brjánn er tilnefndur fyrir upplýsandi og vel fram sett skrif um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Önundur Páll og Ragnar fá tilnefningu fyrir umfjöllun um virkjanakosti á Íslandi dregin saman með öflugri samvinnu texta og mynda.
Á vefsvæði morgunblaðsins, mbl.is, er búið að útbúa sérstakt vefsvæði þar sem hægt er að skoða það efni sem blaðmenn Morgunblaðsins er tilnefndir fyrir.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 19.febrúar 2009 16:53
Flokkur: Landpostur.is | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.