Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er blaðamaður ársins

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru fyrir stuttu veitt á Hótel Holti og hlaut Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Blaðamannaverðlaun ársins. Þóra Kristín er blaðamaður á mbl.is og stýrir þar vefsjónvarpinu. Hún var tilnefnd fyrir vandaðar frettir sem hún nálgast að frumlegum hætti og nýtir því netmiðilinn með nýjum hætti.

Sigurjón M. Egilsson á Mannlífi og Bylgjunni hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna á síðasta ári. Sigurjón var tilnefndur fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert í íslenskum fjölmiðlum.

Ragnar Axelsson ljósmyndari og Önundur Páll Ragnarsson blaðamaður Morgunblaðsins hlutu verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins, en þeir fjölluðu um virkjunarkosti á Íslandi. „Þar voru dregnir fram með öflugri samvinnu texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi," segir í umsögn dómnefndar.

Landpósturinn óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með verðlaunin.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 21.febrúar 2009 18:28


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband