Þórsmörk ehf hæstbjóðandi í Árvakur hf

Einkahlutafélagið Þórsmörk sem er í eigu Óskars Magnússonar var með hæsta tilboðið í Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins með því að taka yfir skuldir Árvakurs og að auki koma með nýtt hlutafé inn í fyrirtækið. Hefur félagið því gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka um kaupin en gengið verður frá samningum á næstu dögum.

Ásamt Óskari Magnússyni koma Gísli Baldur Garðarsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Pálsson, Þorgeir Baldursson og Þorsteinn Már Baldvinsson inn í kaupin sem hluthafar, en síðar meir er gert ráð fyrir að bæta við hluthöfum inn í félagið. Við kaupin færast hlutafé fyrri eigenda niður í núll.

„Það er fagnaðarefni fyrir starfsmenn og áskrifendur Morgunblaðsins og mbl.is að búið sé að eyða óvissu um framtíð félagsins.”, sagði Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs í tilkynningu frá bankanum.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka sem annaðist söluferlið komu þrjú félög til greina. Palumbo holdings ehf, félag Steve Cosser og Everhard Visser, átti næst hæsta tilboðið í fyrirtækið og Almenningshlutafélagsins ehf. sem Vilhjálmur Bjarnason er í forsæti fyrir var með þriðja hæsta tilboðið. Um 200 milljónir króna munur var á hæsta og næstlægsta tilboði.

Kaupverðið fékkst hinsvegar ekki gefið upp.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 25.febrúar 2009 23:15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband