Laugardagur, 2. maí 2009
Ný stjórn FSHA kjörin á aðalfundi félagsins
Ragnar Sigurðsson var endurkjörinn formaður FSHA, félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Ragnar var einn í framboði og hlaut einróma kosningu á fundinum. Ragnar sagði m.a. að hann vildi klára ákveðin mál áður hann lætur af embætti og ákvað því að bjóða sig fram að nýju.
Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir hlaut einróma kosningu í embætti varaformanns og einnig Elín Helga Hannesdóttir í embætti skemmtanastjóra, en þær báðar voru einnig einnig ein í framboði. Borin var upp lagabreytingartillaga um að breyta nafninu skemmtanastjóra í djammstjóra. Sú tillaga var felld af fundargestum.
Alls bárust fimm framboð í almenna stjórnasetu en barist var um þrjú möguleg sæti. Karl Óðinn Guðmundsson, fráfarandi Fjármálastjóri, hlaut kosningu með 60 atkvæðum, Jóhanna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, var kosin með 41 atkvæði og Elísa Arnarsdóttir, fjölmiðlafræðinemi, með 35 atkvæði. Trausti Þór Karlsson, nútímafræðinemi, og Gunnþórunn Elíasdóttir, hjúkrunarfræðinemi voru einnig í framboði en náðu ekki kjöri.
Á fundinum voru bornar upp lagabreytingartillögur á lögum félagsins og voru þau flest aðeins formsatriði. Allar tillögurnar voru samþykktar á fundinum en alls bárust þrjár breytingartillögur frá nemendum á fundinum. Hart var deilt um breytingu á 20. grein þar sem fjallað er um þóknun til stjórnar FSHA. Fjarlægja átti ákvæði um að stjórn gæti vikið frá föstu launahlutfalli við sérstakar ástæður án þess að bera þær undir félagafund. Tvær breytingartillögur voru lagðar fram geng þessari tillögu og var fyrsta tillagan að fella ætti ákvæðið út eða halda inni að leggja þyrfti slíkt fram á félagafundi. Tillaga stjórnar var síðar samþykkt eftir að Ragnar útskýrði breytinguna.
Alls mættu 63 félagsmenn á fundinn og var stjórn FSHA ágætlega sátt með mætinguna. Nýja stjórnin mun hittast fljótlega þar sem stjórnarmenn skipta milli sín verkum og hefja undirbúning að nýju skólaári.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 14.mars 2009 21:15
Flokkur: Landpostur.is | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.