Laugardagur, 2. maí 2009
Elisabeth dóttir Josef Fritzl var í réttarsalnum
Erlendir fjölmiðlar hafa fullyrt að dóttir Josef Fritzl, Elisabeth, hafi verið viðstödd réttarhöld föður síns. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildamönnum sínum. Ef eitt af fórnarlömbum hans var í réttarsalnum getur það, að mínu mati, verið ástæðan fyrir áfallinu, sagði Rudolf Mayer verjandi Fritzl. Hann hefur greinilega orðið fyrir miklu áfalli.
Í réttarhöldunum í dag hefur verið fjallað um dauða eins barnsins sem hann átti með dóttur sinni. Árið 1996 þegar dóttir hans fæddi tvíbura hafi Fritzl verið viðstaddur fæðingu þeirra og tekið eftir að eitt barnanna hafi átt erfitt með að anda.Ég veit ekki hvers vegna ég gerði ekki neitt. Ég vonaðist einfaldlega að hann myndi ná sér, sagði Fritzl. Ég hefði átt að skilja það að barnið væri veikt. Ég hefði átt að gera eitthvað. Ég einfaldlega tók ekki eftir því. Ég trúði því að barnið myndi lifa af. Þremur dögum seinna lést barnið.
Í réttarhöldum í dag faldi Fritzl ekki lengur andlit sitt og var rólegur. Mikið hefur verið fjallað um sálfræðilega heilsu Fritzl á réttarhöldunum og hefur hann sjálfur talað um sína illu hlið og hefur viðurkennt það sjálfur samkvæmt Adelheid Kastner sálfræðingur sem hefur séð um sálfræðigreiningu Fritzl. Samkvæmt henni hefur Fritzl alvarlegar persónutruflanir en bætir við að hann vissi alveg að hann væri að gera ranga hluti.
Talið er að miðað við sálfræðiálit hans getur staðið hætta af honum bæði samföngum og öðrum í framtíðinni og hefur því verið mælt með að hann verði lokaður inni á stofnun til öryggis. Haldið verður áfram með réttarhöldin á morgun þar sem verjendur flytja lokaorð sín. Einnig er úrskurður dómsins væntanlegur eftir hádegi á morgun. Fritzl á von á lífstíðarfangelsi fyrir morð ákæruna og yfir 20 ár í fangelsi fyrir aðrar sakagiftir.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 18.mars 2009 14:41
Flokkur: Landpostur.is | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.