Sigur Rós - Gobbledigook

sigurrosFyrir stuttu gaf hljómsveitin Sigur Rós út myndband og lag sem hægt er að nálgast frítt af vefsíðu þeirra www.sigurros.com. Ég sem ódauðlegur Sigur Rós aðdáandi bíð auðvitað spenntur að kaupa mér nýju plötuna í lok júní en nýtti mér auðvitað tækifærið og sótti nýja lagið af vefnum þeirra.  Lagið finnst gott og skemmtilegt.  Sigur Rós hefur alltaf heillað mig fyrir það hversu fjölbreytt plöturnar og tónlistin þeirra er hverju sinni. Einnig skoðaði ég myndbandið og já, það er alveg þokkalega mikil nekt í myndbandinu en það er þó ekkert sem hver og einn hefur séð áður. Myndbandið minnir mig svolítið á hippa tímabilið. Fegurð, frelsi, ungdómur, fjör og einfaldleiki voru táknin sem komu mér fyrst upp í huganum. Einfaldlega finnst mér þetta flott lag og flott "out of the box" myndband. Reynslan sýnir reyndar að þegar eitthvað er bannað verður það oftast vinsællari. Hinsvegar skil ég alveg stefnu sjónvarpsstöðvana og YouTube að banna þetta, allavega á daginn eins og SkífanTV segist gera. Það er auvitað spurningarmerki hvort yngra fólkið undir 15 ára aldri t.d. taki þessu eitthvað öðruvísi en aðrir. En aftur á móti er þetta alltaf einstaklingsbundið.

Allavega mæli ég með þessu lagi og myndbandinu af sjálfsögðu ;) Myndi þó vilja vita afhverju var valið þetta nafn á plötuna og fá smá upplýsingar um hitt og þetta. Kannski er þetta á youtube :P

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband