Færsluflokkur: Bloggar

verð ég fastur í útlöndum?

Ég á bókað flug til Danmerkur á fimmtudaginn eða deginum áður en verkfallið hefst. Þarna slapp ég þokkalega vel allavega. Hinsvegar kem ég heim 8. júlí og þá er verkfallið víst ennþá á fullri siglingu. Verð ég þá fastur í danmörku þangað til verkfallið endar eða? Þarf að kynna mér þetta aðeins nánar.
mbl.is Mikil röskun á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei!!!!!!!!!

Afhverju var ég að bíða eftir að setja á tankinn!! Það kostaði mig rétt um 5þús kr að fylla bílinn fyrir nokkrum mánuðum. Núna um 9þús og væntanlega eftir þessa hækkun um 10 þús og meira.

Hvað er í gangi. Skil heldur ekki þegar heimsmarkaðsverð hækkar þurfa félögin að hækka verðin strax. Meina erum við ekki að safn eldsneyti i Örfirðisey? Er það það þá ekki eldsneyti sem er keypt á minni verð. Eða er olígjaldið byggt á heimsmarkaðsverði?


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vona að ég fái jákvætt svar

tja ... fyrirsögnin segir nú allt sem segja þarf :)
mbl.is Margir sækja um skólavist í HA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Rós - Gobbledigook

sigurrosFyrir stuttu gaf hljómsveitin Sigur Rós út myndband og lag sem hægt er að nálgast frítt af vefsíðu þeirra www.sigurros.com. Ég sem ódauðlegur Sigur Rós aðdáandi bíð auðvitað spenntur að kaupa mér nýju plötuna í lok júní en nýtti mér auðvitað tækifærið og sótti nýja lagið af vefnum þeirra.  Lagið finnst gott og skemmtilegt.  Sigur Rós hefur alltaf heillað mig fyrir það hversu fjölbreytt plöturnar og tónlistin þeirra er hverju sinni. Einnig skoðaði ég myndbandið og já, það er alveg þokkalega mikil nekt í myndbandinu en það er þó ekkert sem hver og einn hefur séð áður. Myndbandið minnir mig svolítið á hippa tímabilið. Fegurð, frelsi, ungdómur, fjör og einfaldleiki voru táknin sem komu mér fyrst upp í huganum. Einfaldlega finnst mér þetta flott lag og flott "out of the box" myndband. Reynslan sýnir reyndar að þegar eitthvað er bannað verður það oftast vinsællari. Hinsvegar skil ég alveg stefnu sjónvarpsstöðvana og YouTube að banna þetta, allavega á daginn eins og SkífanTV segist gera. Það er auvitað spurningarmerki hvort yngra fólkið undir 15 ára aldri t.d. taki þessu eitthvað öðruvísi en aðrir. En aftur á móti er þetta alltaf einstaklingsbundið.

Allavega mæli ég með þessu lagi og myndbandinu af sjálfsögðu ;) Myndi þó vilja vita afhverju var valið þetta nafn á plötuna og fá smá upplýsingar um hitt og þetta. Kannski er þetta á youtube :P

Some Mother's Son

Some Mother's Son er leikinn heimildar mynd frá árinu 1996 og fjallar um Bobby Sands og hungurverkfallið fræga árið 1981. Sagan segir frá baráttu móðir Sands sem studdi son sinn í baráttu sinni. Sá þá mynd í kvikmyndasögu sem ég tók fyrir nokkrum árum. Sáum þar nokkrar góðar myndir sem fjölluðu um IRA, baráttu þeirra og auðvitað breska stórveldið. T.d. "In the name of the Father" fjallar um þá Gerry Conlon og Paul Hill sem flytja frá Belfast til London og lifa þar góðu Hippa lífi. Þegar öflug sprengja springur eru þeir félagar handteknir og dæmdir fyrir verknaðinn þrátt fyrir að vera saklausir. Síðar í sögunni er faðir Gerry handtekinn og fær að dúsa með syni sínum í fangelsinu.

Þetta eru mjög fínar myndir og mæli ég alveg með þeim. Nú verður maður að bíða eftir að sjá þessa nýju mynd. Kvikmyndasagan kveikti greinilega einhvern sögulegan áhuga frá þessu tímabili :)


mbl.is Mynd á Cannes veldur deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Margir sambloggarar og fjölmiðlar hafa hellt sig yfir Láru útaf frekar klúðurslegum ummælum sínum í beinni útsendingu á miðvikudaginn síðasta. Staðreyndin er sú að menn og konur sem hafa sinnt ákveðnu starfi og gert góða hluti þurfa aðeins að klúðra einu atviki á sínum ferli til að skemma fyrir. Þetta var hárrétt ákvörðun hjá henni að segja upp, enda hefði það komið henni og sinum starfsfélögum illa ef hún hefði haldið áfram. Það er alltaf betra að viðurkenna sín mistök og taka á þeim rétt. Annað má segja um Vilhjálm fyrr. borgarstjóra. Maður sem hefur staðið sig þokkalega í stjórnmálum og á marga stuðningsmenn klúðrar einu atviki þ.a.s. REI málið sem er ennþá í umræðunni.
mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt ...

Hvað er að mönnum sem gera svona lagað? Greinilega eitthvað brenglaðir í hausnum. En svo spyr ég líka, hvað er 17 ára stúlka að gera inn á skemmtistað? Löggan ætti nú líka að kanna það.
mbl.is Lögreglan rannsakar nauðgunarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök/klúður í Gettu Betur og Morfís

ég skrifaði hér á bloggsvæðið mitt fyrir einhverju síðan nokkrar færslur um viðureign FÁ og MR í morfís keppninni. Þar bar FÁ sigur af hólmi eftir að liðin skildu jöfn stiga og unnu á lagalegum forsendum. Þessar lagalegar forsendur sem um ræðir voru svo eitthvað röng því lög morfís sögðu allt í einu eitthvað allt annað. Þar af leiðandi rétt slapp MR frá gríðarlegu falli og sigraði.

Það sem ég sé gott við Gettu Betur er að þar eru RÚV að sjá um keppnina og hafa þess vega gögn til að geta tekist á við kærur og annað sem upp kemur. Það er þó ekki raunin um morfís. Eftir að FÁ kærði og vildi fá svör útaf þessum lagabreytingum varð ekkert úr því, þar sem engin gögn voru til frá fyrri stjórnarstörfum. Alveg hræðilegt.

mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóladagurinn mikli

Ég var einn af þeim fjölmörgum sem skelltu sér á Háskóladaginn sem haldinn var í dag (laugardaginn 16. febrúar). Byrjuðum daginn á að kíkja upp í Háskólatorg og skoðuðum flestar deildirnar. Það var mikið um að vera þarna og var troðið þar inni. Stoppuðum hjá jarðfræðideildinni og félagsvísindadeild í einhvern tíma, enda er ég mest að skoða fjölmiðlafræðinámið en félagi minn veðurfræðina.

Eftir að hafa troðið okkur framhjá mannfjöldanum kíktum við niður á Hótel Reykjavík Centrum. Þar var kynningarfulltrúi frá EDU-Danmark að kynna skóla í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Ástralíu sem dæmi. Sjálfur er ég að reyna að komast í nám í Dublin og læra Fjölmiðlafræði.

Svo fórum við í Ráðhúsið og ræddum við nemendur og kennara. Ég ræddi við nemendur úr Háskólanum á Akureyri enda er þar góð og öflug fjölmiðlabraut.

Dagurinn endaði svo á stutta ferð í Hafnarhúsið og skoðuðum tillögurnar fyrir Vatnsmýrina. Sumar voru alveg þokkalegar og aðrar kannski einum of mikið Sci-Fi.


En ein neikvæða MS umfjöllun!???

Voðalega er ég þreyttur á þessum neikvæðum orðum sem MSingar fá alltaf eftir böllin sín. Byrjaði allt árið 2005 þegar ástandið vernaði hjá þeim og þeir fengu ekki að halda skólaböll í einhvern tíma.

Á hverju einasta balli kemur upp einhver tilvik þar sem gestir láta eins og fábjánar. Yfirleitt eru foreldrar viðkomandi kallaðir til að sækja óþekku börnin en stundum þarf að grípa til lögreglunar. Allavega á öllum þeim böllum sem ég hef verið í sjúkragæslu á hefur þetta farið þannig einhverntíman um kvöldið. Hvernig væri að fjalla um þau atvik líka, en ekki bara trufla MSinga í hvert einasta sinn sem eitthvað kemur upp á hjá þeim. Þeir hafa nú gert mikið til að bæta fyrir það sem gerðist einu sinni.


mbl.is Drukknir unglingar á skólaballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband