Færsluflokkur: Bloggar

Akureyringur í einn mánuð

Í gær kl 20 hafði ég verið Akureyringur í heilan mánuð og á allavega 35 mánuði eftir ef ekki lengra. Seinni skólavikan hófst í gær og er ég ótrúlega ánægður að vera hér fyrir norðan. Skólinn er frábær og hef ég náð að kynnast góðu fólki hér.

Vanalega hefur maður bara komið hingað einu sinni eða tvisvar á ári en eftir mánaða langa veru hér get ég sagt að maður sé mjög spenntur eftir framhaldinu. Gífurlega mikil breyting að fara úr Höfuðborginni og geðveikinni sem því fylgdi.

Nú bara leggjast yfir bækurnar og læra alla þessa fræði áfanga :)

Klúður og lausn á svipuðu strætó máli.

Svona stór verkefni þarf að hugsa vel út svo það gangi. Mig langar að vita hvaða afsaknir eru sagðar fyrir klúðrinu á þessu. Reyndar fannst Námsmannakortin sem borgin lét gera svo að námsmenn komust frítt í strætó vera frekar mikið klúður. Ekki það að ég hafi verið á móti þeim eða gagnrýna hugmyndina en hún var mjög góð og auðveldara námsmönnum ferðina mjög mikið. Svo líka hvetur þetta fólk í að nota almenningssamgöngur meira. Það sem ég á við þegar ég tala um klúður er prentun á rangdýrum spjöldum í kringum þessi kort. Var nú í nemendaráði þetta ár sem það var tekið í notkun og voru fjölmörg kort ekki sótt enda var það fólk sem var keyrandi, fjölskyldufólk og eldra fólk (ég var í fjölbraut).

Það sem mér fannst vera rétta lausnin væri að bjóða upp á þennan möguleika og leyfa þá krökkunum að fara á næstu Stætómiðstöð þar sem þeir kaupa sér þessi sér kort og miða, með staðfestingu um skólavíst frá skólanum. Þar myndu þeir afhenda passamynd af sér og prentað væri plastað pappakort með mynd, nafni og kennitölu ásamt gildistíma kortsins. Þar væri hægt að spara þvílíkan kostnað við að prenta út sérprentuð kort og ráða sérstakan eftirlitsmann til að gæta þess að enginn sé að misnota kerfið. Uppsetning á slíku kerfi væri auðvitað kostnaðarsamt til að byrja með en myndi spara miklu meira til lengri tíma, sérstaklega þar sem hægt væri að nota slíkan búnað í vanalegum strætórekstri. T.d. þá væri hægt að leysa af sérprentuðu kortin frá Strætó og fólk gæti þá hugsanlega valið sér gildistíma sjálft, bara kostar mismunandi mikið eftir lengd auðvitað.

Veit ekki en stundum finnst mér borgin ganga of snemma í verkefni án þess að hugsa betur í kringum þetta allt saman.


mbl.is Smartkortakerfið klúðraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tímaflakk að verða að veruleika í ár?

bigQ080208_15523t Lengi hefur mannveran velt fyrir sér hvort tímaflakk eða "time travel" á góðri ensku sé í raun hægt eða verður einhverntíman að veruleika. Margar bækur og bíómyndir hafa verið gerðar kringum þessa hugsun og hefur trilogyan "Back to the future" þar sem táningurnir Marty McFly og prófessorinn Emmett Brown ferðast aftur og tilbaka í tímanum. Fljótt komast þeir nú að því að allt þetta flakk veldur bara vandamálum og hættu.

Í dag prófaði ég að leita á google upp orðinu "is time travel really possible?" og rakst á áhugaverða grein hjá The Independent sem var skrifuð þann 8. febrúar á þessu ári. Í stuttu er verið að segja frá tilraun sem er verið að vinna sem gæti mögulega gert tímaflakk að veruleika. Greinin má lesa hér http://www.independent.co.uk/news/science/the-big-question-is-time-travel-possible-and-is-there-any-chance-that-it-will-ever-take-place-779761.html. Mæli með að lesa þessa grein. Þetta er voðalega spennandi hugtak þrátt fyrir að ég hafi ekki mikla trú á að við getum einhverntíman farið fram og aftur í tíman og leiðrétt hitt og þetta.


Sama sagan

Ég fór á Metallica fyrir fjórum árum í Egilshöllunni og þar þurfti ég að glíma við svipað vandamál. Ég þurfti að yfirgefa tónleikansalinn út af því ég gat ekki lengur andað, kominn með hausverk og svimaði. Þurfti því að standa eins og margir aðrir fram í andyri til að hlusta á restina af tónleikunum. Ég leitaði upp færslu af mbl.is þennan dag árið 2004 þar sem sagt er þetta um tónleikana:

Fjórir voru fluttir á slysadeild og fjöldi manns hneig niður vegna súrefnisskorts á tónleikum Metallica í Egilshöllinni í kvöld. Liðsmenn Hjálparsveitar skáta þurftu að draga fólk út úr tónleikasalnum til að gefa því frískt loft en samkvæmt upplýsingum frá Hjálparsveit skáta var hátt í hundrað manns veitt aðhlynning á tónleikunum vegna mikils hita og yfirliðs. Tónleikarnir heppnuðust að öðru leyti vel og mikil stemning var meðal þeirra 18.000 tónleikagesta sem komu í Egilshöllina til að hlusta á hljómsveitina.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að loknum tónleikunum í að mjög heitt hefði verið í salnum og lögreglan því gripið til þess ráðs að opna húsið til að fá meira súrefni inn.

 Tja ....það var alltaf talað um að það átti að lagfæra þetta eftr tónleikana en hvað hefur verið bætt?


mbl.is Kæfandi hiti á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnvekjandi myndir

Hef nú ekki alveg kynnt mér söguna bakvið þetta stríð alveg nógu vel til að geta dæmt þetta en maður skelfur við að sjá þessar myndir. Man ekki eftir svipuðum myndum úr Írak stríðinu allavega.

Maður allavega fylgist með framhaldinu og vonar að þeir ná að semja um frið hið fyrsta.


mbl.is Georgía kallar eftir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uff ... hvað er að ské?

Til að bæta við allar þessar neikvæðar blogg færslur sem hafa verið settar við þessa frétt, þá hef ég alltaf þegar ég hef flogið með Iceland Express lent í seinkunum. Meina jújú það er alltaf hægt að verða fyrir seinkunum en vá.

Fór til danmörku í ágúst í fyrra, vorum látnir bíða í fimm og hálfa klukkustund lengur. Þegar svo var komið til Billund voru rúturnar hættar að ganga og engin lest. Enduðum að taka leigubíl. Hefðum náð þessu ef þetta hefði ekki seinkað.
Ferðin heim frá danmörku í september í fyrra, bið í tvo tíma.
Fór til danmörku núna í júni. 40 min seinkun fyrst svo látnir dúsa aðra 40 min inn í vélinni útaf því þeir gátu ekki opnað vatnsinntakið á vélinni.
Ferðin heim frá danmörku í júlí síðastliðinn, klst í bið sem teygði sig í rúma 2 og hálfa tíma. Skýringin, ekki nóg og mikill mannskapur að þjónusta vélinna.

Fínt að fá ódýrara flugfar út í heiminn en þegar gæðin þurfa að dvína svona mikið er eitthvað að. Sérstaklega þegar annan hvern dag kemur ný frétt um seinkun og brjálaða farþega. Það er ekki svo mikill munur á Icelandair. held ég væri alveg til að greiða nokkra þúsundkalla innan skynsamlegum mörkum aukalega fyrir minna vesen, mat og afþreyingu :) EN það er bara ég :)


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað komust þá ekki mörg fram á yfirborðið?

Ég gæslumaður á Þjóðhátíð 2005 þegar Björgunarfélagið í Eyjum sá um gæslumálin í dalnum og eins og það er nefnt hér á mbl.is komu þá upp um 50 fikniefnamál. Í ár er sagt frá því að um 17 fikniefnamál komu upp á hátíðinni þrátt fyrir að vera metár í aðsóknum. Sjálfur komst ég ekki til eyja og hefði það verið þá mitt fimmta ár í röð sem ég hef tekið þátt í hátíðinni hvort ég væri að skemmta mér eða í vinnu. Tók eftir því í fyrra að gæslan var ekki eins sýnileg á tjaldsvæðum í dalnum eins og fyrri árin. Til að rökstyðja mál mitt aðeins get ég talið upp nokkur atriði sem ég hef séð:

Fyrsta þjóðhátíð min árið 2004
Fikniefnahundar og fikniefnalögregla voru stanslaust á vappinu um tjaldsvæðin um hátíðina. Tjaldbúðin fyrir ofan okkur var t.d. leituð og voru eintaklingarnir látnir krjúpa í gólfið með hendur fyrir aftan bak á meðan leitarhundar leituðu í tjaldinu þeirra. Ég sjálfur kannaðist við einn þeirra og vissi að hann var fíkill á umræddu tímabili.

Þjóðhátíðin 2007
Sá einu sinni fikniefnahund í dalnum. Þar sem ég tók flug veit ég ekki hvernig gæslan var við herjólf, en ári 2005 voru hundarnir duglegir að leita bæði í Þorlákshöfn og við höfnina í Eyjum. Eitt skiptið sá ég þó lögregluna röllta um svæðið og þá meðmyndavélateymi þar sem var þeir voru að sýna hversu öflugir þeir voru í að uppræta svona mál. Ef ég tala um slagsmál þá sá ég alveg þó nokkuð og þá voru mörg þeirra blóðug. Eitt sinn hitti ég tvo stráka sem voru greinilega að leita af einhverjum hóp og spurðu hvort ég vissi hvar þeir voru. Þar sem ég hafði séð þennan umrædda hóp á hverju ári benti ég á staðinn, enda fór ekki framhjá því hvar og hverjir þeir voru. Stuttu seinna stend ég upp úr stólnum til að teygja úr mér og sé hópslagsmálin brjótast út á umrædda svæði. Einn af drengjunum sem komu upp af mér áður hleypur í átt að gæslunni á meðan vinur hans er fleygt í jörðina og tveir eða þrír einstaklingar eru að sparka og hoppa á honum. Gæslan kemur yfir hæðina í rólegheitum og eru ekkert að hafa fyrir því að flýta sér. Ég stend þarna og við stólinn minn og miður mín að hafa bent þeim á staðinn hleyp að gæslunni sem var þá töluvert frá búðunum og segi við einn gæslumanninn að drífa sig þangað, það er verið að hoppa á greyið stráknum. Þá segir gæslumaðurinn, "Ha ... er það?" og byrjar þá hópurinn fyrst að hlaupa í áttina að hópnum. þegar búið er að stíga fólkið í sundur sé ég svo tvo menn hoppa úr sjúkrabíl og í áttina að svæðinu.

Nú ætla ég mér ekki að gagnrýna hátíðina eða gæsluhópa enda er ekki hægt að alhæfa heildina ef einn eða tveir eru svona. Hinsvegar heyrði ég frá nokkrum einstaklingum sem höfðu farið oft í gæslu á þjóðhátíð að fleiri mál komu upp þegar björgunarsveitarmenn voru að halda utan um þetta. Þrátt fyrir að það sé ekki alveg hægt að alhæfa að það sé allur sannleikurinn, þá vildi ég einfaldlega kasta fram þeiri spurningu hvort það hafi ekki verið fleiri mál sem komu ekki fram en komst upp um?
mbl.is 17 fíkniefnamál á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar lesið þið nauðgun í þessu lagi?

Ákvað að hlusta á þetta lag eftir að ég las þessa umræddu frétt sem ég er að blogga hér um. Mín niðurstaða er sú að jú textinn er kannski svolítið grófur og furðulegur en hinsvegar á allar þær útihátíðir, þjóðhátíðir og ein Hróaskelda sem ég hef farið á endurspeglar textinn alveg að einhverju leyti andinn á svona hátíðum. Til að forðast allan misskilning þá er ég ekki að nefna naugun inn í síðustu setninguna. Einfaldlega nauðgun er siðlaust, glæpur og ófyrirgefanlegt í mínum augum. Ef einhver ætlar að réttlæta að hafa nauðgað einhvern eftir að hafa hlustað á þetta lag get ég alveg sagt að viðkomandi sé virkilega greindaskertur einstaklingur.

Hinsvegar sé ég hvergi í textanum að það sé talað um slíka iðju. Hinsvegar get ég alveg snúðið út úr textanum og túlkað sum atriði sem nauðgun.

Stundum er það bara þannig að strákar og stelpur fara á svona til að hafa gaman og er þetta stundum fylgifiskur af gleðinni. Verðum bara að vona að varnirnar séu í lagi og notaðar.


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólastrákurinn Daníel

Já hérna. Var að ganga frá greiðslu á staðfestingargjaldi til Háskólans á Akureyri sem einfaldlega þýðir að hann Daníel littli Eðvaldsson er orðinn háskólastrákur. Ekki bjóst ég nú við að ná þeim áfanga fyrir en seint miðað við framhaldsskóla tímabilið mitt.

Nú þarf bara að staðfesta húsnæði og þá er allt þannig séð klárt, neglt og slegið. Er reyndar búinn að finna mér hugsanlegt húsnæði fyrir norðan, en útaf stærðinni þarf ég að fá einhvern meðleigjanda til að það gangi upp. Ef þú ert á leið norður í haust og hefur gengið illa að finna hentugt húsnæði látið mig þá vita ;)

Fjölmiðlafræðin, here i come ;)


Roskilde Festival!

Eg er einn af teim fjolmogum gestum sem eru nuna staddir rett fyrir utan bæinn Roskide i Danmorku a Hroaskelduhatinni, en svokallad "pre warm up" hofst sidasta sunnudag. Um 1500 til 2500 manns toku forskolt a sæluna og foru i rodina fyrir utan austur og vestur inngang svædisinns.  Kl 8 a sunnudagsmorgun opnadi svo tjaldsvaedid og hlupu menn med tvilikar birgdir a bakinu til ad finna og na godu tjaldsvaedi.

Inn a svædinu eru svo margar tjaldbudir sem i raun er hægt ad likja vid littla skemmtistadi, en tar er gestum og gangandi bodid ad dansa og tjutta yfir dundrandi tonlist.

I gær var farid a fyrsta svona off venue vidburd en tad voru felagarnair i Slagsmalaklubbinum. Tar myndadist alveg mogud stemning og var bandid kallad upp trisvar sinnum og toku teir askoruninni vel.

Allt hefur gegnid vel hingad til en tad er greinilega einhverjir tjofar a ferd tvi toskunni minni var stolid a sunnudaginn sidasta og ofan a tad var toskunni hja einum felaga okkar stolid. Hja mer tok hann huslykla, fot og svefnpokann minn en felagi okkar missti vegabrefid sitt og interrail kortid sitt asamt fleiru verdmætu.

Med tessum ordum kved eg. Tad er steikjandi hiti og madur er farinn ad limast vid lyklabordid. Skal!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband