Leitað að konu í Reykjavík

Mynd tekin við annað tilefni

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru rétt fyrir miðnætti í gær boðaðir út í leit í Reykjavík. Ekki náðist í svæðisstjórn á höfuðborgarsvæðinu þegar leitað var eftir upplýsingum, en samkvæmt vefsíðum björgunarsveitanna var leitað að konu í austurhluta Reykjavíkur. Eftir um klukkustunda leit fannst konan heil á húfi og var aðgerðin þá afturkölluð.

Á hverju ári eru björgunarsveitir oft kallaðar til að leita að fólki en aðgerðum er þá stjórnað úr Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð. Í fyrra var Samhæfingarmiðstöðin virkjuð í 36 skipti vegna leitar að fólki, en hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir neyðaraðila um allt land. Alls var samhæfingarstöðin virkjuð í 71 skipti árið 2008, þar af í 12 skipti útaf óveðurs eða ófærðar og sjö flugatvik.

Umfangsmesta aðgerðin í Samhæfingarmiðstöðinni á síðasta ári var vegna jarðskjálfta við Hveragerði og Selfoss þann 29. maí, en þá voru allir neyðaraðilar boðaðir til og stóð aðgerðin í lengri tíma.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 04.febrúar 2009 kl 17:59


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband