Sex sóttu um starf rektors við Háskólann á Akureyri

solborg_mai06_400

Alls bárust sex umsóknir um starf rektors við Háskólann á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út þann 10. febrúar síðast liðinn. Þorsteinn Gunnarsson tilkynnti í nóvember í fyrra að hann ætlaði að hætta störfum sem rektor þegar ráðningartímabil hans lýkur 5. maí næstkomandi. Þorsteinn hefur verið rektor Háskólans í næstum 15 „viðburðarík en ánægjuleg” ár að eigin sögn.

Umsækjendur eru þeir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar; Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri; Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri; Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns; Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands og Zhanna Suprun, verkfræðingur.

Rektor er skipaður til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Tilnefnir eru tveir aðilar í nefnd til að meta hæfni umsækjenda en háskólaráð og menntamálaráðherra tilnefnda sitthvora aðilann. Hæfni umsækjenda um embætti rektors skal metin í ljósi heildarmats. Umsækjendur eru skoðaðir með tilliti til vísinda- og útgáfustarfa, ferils sem háskólakennari eða í öðrum störfum, rekstrar og stjórnunarreynslu og með tilliti til þess hversu menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starf i rektors.

„Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með ykkur við uppbyggingu háskólans. Fyrir ykkar tilstyrk hefur tekist að gera háskólann að því lifandi og öfluga samfélagi sem hann er í dag. Ég vil þakka ykkur fyrir framúrskarandi störf og óska ykkur áframhaldandi velgengni í lífi ykkar og störfum.”, sagði Þorsteinn í brefi sem hann sendi nemendum og starfsmönnum Háskólans þann 7. nóvember síðast liðinn.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 12. febrúar 2009 kl 18:49


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband