Leitað að konu í Reykjavík

Mynd tekin við annað tilefni

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru rétt fyrir miðnætti í gær boðaðir út í leit í Reykjavík. Ekki náðist í svæðisstjórn á höfuðborgarsvæðinu þegar leitað var eftir upplýsingum, en samkvæmt vefsíðum björgunarsveitanna var leitað að konu í austurhluta Reykjavíkur. Eftir um klukkustunda leit fannst konan heil á húfi og var aðgerðin þá afturkölluð.

Á hverju ári eru björgunarsveitir oft kallaðar til að leita að fólki en aðgerðum er þá stjórnað úr Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð. Í fyrra var Samhæfingarmiðstöðin virkjuð í 36 skipti vegna leitar að fólki, en hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir neyðaraðila um allt land. Alls var samhæfingarstöðin virkjuð í 71 skipti árið 2008, þar af í 12 skipti útaf óveðurs eða ófærðar og sjö flugatvik.

Umfangsmesta aðgerðin í Samhæfingarmiðstöðinni á síðasta ári var vegna jarðskjálfta við Hveragerði og Selfoss þann 29. maí, en þá voru allir neyðaraðilar boðaðir til og stóð aðgerðin í lengri tíma.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 04.febrúar 2009 kl 17:59


Paul Ramses: Hvernig má útrýma hungri og fátækt?

Nafn Keníamannsins Paul Ramses Oduor rataði óvænt í fréttir í sumar þegar íslensk stjórnvöld sendu hann úr landi og nauðugan til Ítalíu. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og voru vinnubrögð stjórnvalda harðlega gagnrýnd sem olli því að Paul fékk að snúa aftur til landsins í lok ágúst. Á miðvikudaginn, 4. febrúar kl 12:00 mun Paul flytja erindið „Hvernig má útrýma hungri og fátækt?“ á hinu vikulega félagsvísindatorgi í stofu L-201 í boði Kumpána, félag stúdenta við félagsvísinda -og lagaskor. Erindið átti upphaflega að vera haldið í síðustu viku, en var óvænt færður vegna þess að flug lá niðri frá Reykjavík.

„Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi mun hann ræða þær ástæður af hverju hann hóf þátttöku í stjórnmálum og tók virkan þátt í samfélagsmálum með það markmið að vinna að útrýmingu á hungri og fátækt“, segir í fréttatilkynningu frá Kumpánum sem send var nemendum í dag, en Paul starfaði áður en hann kom til Íslands að mannúðarmálum meðal annars í samstarfi við íslensk hjálparsamtök.

Paul starfaði með samtökunum „TEARS Children and Youth Aid“ sem studdi 200 munaðarlaus börn í Kenía og átti hann drjúgan þátt í stofnun samtakan, segir í tikynningunni og hóf Paul afskipti af stjórnmálum árið 2002.

Mál Paul Ramses vakti mikla athygli og fjallað mikið um hans mál í íslenskum fjölmiðlum eins og fram hefur komið og mun Paul einnig ræða um dvöl sína á Ítalíu í erindi sínu á morgun.

Nemendur og gestir eru hvattir til að mæta á erindið, en eins og áður er torgið opið öllum þeim sem vilja mæta. Nemendur skólans sem skráðir eru í áfangann fá einnig mætingu skráða eins og önnur torg.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 02. febrúar 2009 kl 14:27


Mikil óvissa næstu fjóra mánuði

Sjálfstæðisflokkurinn og í raun þjóðin öll varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Geir H. Haarde tilkynnti þjóðinni á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda. Geir boðaði á sama tíma kosninga þann 9. maí næstkomandi sem mótmælendur telja sem hænufet í átt að kröfum þeirra, en mótmælendur ætla að halda baráttunni áfram þangað til ríkisstjórnin segi af sér. En upp vakna spurningar hvort ríkisstjórnin geti mögulega starfað í ljósi þess að tveir valdamestu og mikilvægustu aðilar séu nú að ganga í gengum alvarleg veikindi.

„Það eru náttúrulega breyttar aðstæður núna, raunar mjög breyttar aðstæður“, segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og lektor við hug –og félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri, og bætir við að búið er að eyða ákveðinni óvissu í þjóðfélaginu, en aftur á móti væri búið að skapa nýja óvissu á öðrum sviðum. „Það liggur fyrir að það verða kosningar í vor, þeirri óvissu er búið að svara.“, sagði Birgir. „Stóra óvissan [í dag] er hvort að ríkisstjórnarsamstarfið haldi velli þrátt fyrir að báðir foringjarnir hafa lýst yfir áhuga á því að klára þetta fram að kosningum.“

Á fjórða þúsund notenda á samskiptavefnum Facebook hafa krafist þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, virki 24. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir að forsetinn geti rofið Alþingi og boðað til kosninga. Að sögn Birgis getur forsetinn það ekki að eigin frumkvæði. „Það er bara forsætisráðherra sem getur rofið þing. Hinsvegar ef það kæmi fram vantrauststillaga þá í raun neyðist hann til þess þar sem þingið studdi ekki ríkisstjórnina, en það er óvíst að það verði.“

Það er því mikil óvissa í samfélaginu hvað gerist á næstu vikum og mánuðum en án efa stóra spurningin nú er hver muni leiða sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Þegar í stað hafa þó nokkur lýst yfir áhuga á formannsstólnum og bárust meira segja fréttir stuttu eftir að Geir tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Birgir segir að það er ekkert skrítið við að menn fari að tala saman og skoði stöðu sína. „Menn hafa ekki langan tíma til umhugsunar, þetta er í raun stuttur tími fram í mars fram að formannskjöri.“ „Þannig er bara lífið í pólitíkinni.“

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24.janúar 2009 kl 15:38


Krafa mótmælenda er skýr

img_9081

Mótmælendur komu saman á ráðhústorgi í dag til að sýna á ný samstöðu með þeim aðgerðum sem nú standa enn yfir í miðborg Reykjavíkur. Stutt hlé var gert á mótmælafundinum upp úr klukkan sex, en margir áttu leið sýna á borgarafund í Deiglunni þar sem tekið var fyrir skerðingu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og var þétt setið í salnum, en skipuleggjendur áætla að yfir 120 manns hafi verið á fundinum.

Að fundi loknum var hald áleiðis niður á Ráðhústorgi að nýju þar sem bálkesturinn frá því í gærkvöldi var tendraður á ný, slegið var á trommur og ýmsilegt handlægt og voru flugeldar og kínverjar sprengdir upp. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin þarf að víkja og boða þarf til kosninga. 

Það vakti þó sérstaka athygli að einhverjir mótmælendur drógu fram jólatré sem kastað var í bálið og endaði það ævi sína á sama hátt og Oslóartréið gerði í gærkvöldi fyrir sunnan.

Á sama tíma og mótmælin hér stóðu sem hæst bárust þau tíðindi úr höfuðstaðnum að lögreglan beitti táragasi á mótmælendur við Austurvöll, en slík valdbeiting hefur ekki verið notuð síðan 1949 hér á landi, eða í rúmlega 60 ár. Lögreglan á Akureyri hefur fylgst með mótmælunum í kvöld úr fjarska en hefur ekki þurft að grípa inn aðgerðirnar.

Einhver hræðsa greip um sig meðal mótmælenda þegar nokkrir mótmælendur sprengdu upp heimatilbúnar sprengjur á torginu og sprakk ein þeirra nærri blaðamanni landpóstsinns sem kastaðist aðeins til en slapp ómeyddur. Að öðru leyti fóru mótmælin friðsamlega fram. 

Myndir af borgarafundinum og mótmælunum í kvöld má sjá hér

--------

Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 22. janúar 2009 kl 01:34


Hagsmunamál flokka í fyrirrúmi

Hvað varð um allt þetta tal um að ganga snögglega til verks og koma með lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin sem svo mikið var kallað á. Er það núna bara komið í annað sæti og ESB fremst. Var það ekki aðalmálið sem þau gagnrýndu sjálfstæðismenn og sjálfa sig fyrir að bregðast seint við aðstæðum. Nú er svo komið að sagt er við munum eyða góðum tíma í viðræðum um áframhaldandi samstarf.

Nú er einfaldlega samfylkingin þannig komin að þau geta ekki bakkað með sitt og VG getur ekki bakkað með sitt án þess að skaða flokkana.

Hættið þessu og farið að sinna því sem þarf að vinna í. ESB á ekki að vera í fyrsta sæti eins og er. Nóg annað ógert. Bjóst alveg við þessum vinnubrögðum þannig ég er feginn að ég kaus annan flokk. 


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningafrelsið

Ótrúlegt en satt þá verð ég að vera sammála Hassan Ghashghavi þegar hann segir

með því að ganga út af ráðstefnunni hefði vestrænir stjórnarerindrekar sýnt það í verki að þeir þyldu ekki tjáningarfrelsi í raun þegar kæmi að síonisma.

Ég var hneykslaður í gær þegar ég frétti að fulltrúar Íslands sátu áfram á fundinum eftir því sem fréttir hermdu að þeir sátu áfram bara vegna þess að norðmenn voru líka í salnum. En það var mjög fljótfær hugsun að mínu leyti. Þegar ég las yfirlýsingu þeirra um að þeir sátu áfram vegna tjáningafrelsins.

Í hinum vestræna heim ríkir tjáningafrelsi og með því er varinn réttur að við meigum tjá okkar skoðanir um málefni og aðstæður opinberlega ef við óskum þess. Viðkomandi er þó ábyrgur fyrir orðum sínum fyrir framan dómstólum og almenningi.

Þótt ræðan hans hafi ekki verið smekkleg og í raun óboðleg finnst mér nú til skammar að ríki sem segjast trúa tjáningafrelsi ganga út úr salnum vegna þess að þeim er ofboðið. Frekar hefði þau átt að mótmæla og bera fram sínar skoðanir á móti og láta í sér heyra. Aftur á móti er spurning hvort það að ganga út af ráðstefnunni hafi ekki bara verið form af tjáningafrelsinu, þ.a.s. skoðun viðkomandi til að hlusta ekki á slíkt sem ofbýður þeim. Hver veit?  


mbl.is Ban: Ahmadinejad brást trausti mínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri myndir af slökkvistarfinu

... eru á landpóstur.is - http://www.landpostur.is/gallery/bruni_i_hrafnbjorgum/. Ljósmyndari: Elísa Arnarsdóttir
mbl.is Eldsvoði á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17 ára stúlka sigrar Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri

vma_sigur
Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri lauk nú fyrir stundu, en alls kepptu 28 atriði um þrjú efstu sætin. Samkvæmt upplýsingum frá Þórduna, nemendafélagi Verkmenntaskólans á Akureyri sem stóð fyrir keppninni, voru um 500 áhorfendur í salnum og var víða þétt setið, en keppnin var einnig útvarpað í beinni á útvarps stöðinni Voice FM 98,7.

Mikið var lagt í undirbúning og útlit keppninnar og beið dómnefndinni vandasamt verk að velja sigurvegara kvöldsinns, en viðkomandi keppir fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólana þann 4. apríl næstkomandi sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppnin fór vel fram og þrátt fyrir þann gífurlega fjölda atriða í keppninni endaði keppnin rétt fyrir miðnætti, en hún hófst kl 20 og skemmdi varla fyrir að öll atriðin voru áhugaverð, vel undirbúin og vel sungin, þótt ein og ein fölsk nóta hafi laumast út inn á milli.


Dómnefnd kvöldsins voru Erna Gunnars, Helga Möller, Baldvin Ringsted, Wolfgang Frosti Sahr og Rúnar F, sem var formaður dómnefndar. Þriðja sætið hrepptu Einar Höllu og Óli Jóns, en þeir tóku lagið „Gaggó vest” sem Eiríkur Hauksson gerði ódauðlegt. Einar Björnsson hreppti annað sætið en hann flutti frumsamið lag sem hann skýrði „Ljóshærða Skvísa” og tók lagið án stuðnings frá hljómsveitinni. Símakosningu keppninar sigruðu Svörtu Sauðirnir og Kindin Einar en þeir tóku lagið „Milljarðamæringurinn“ sem Þórhallur Sigurðsson samdi en Kristófer Fannar Sigmundsson var með bestu sviðsframkomuna með lagið „All i ever wanted“ eftir Basshunter. Hann hlaut fyrir vikið veglegan farandsbikar en það var brotin Ukulele gítar sem einn nemandinn í skólanum, sem kallaður er Doddi, hafði notað og náði að brjóta tvisvar þegar hann keppti á söngkeppninni síðustu tvö skiptin, en náði alltaf að gera við gripinn. Gítarinn hefur því verið skráður í sögubækurinar sem óbrjótanlegi gítarinn.

Hin 17 ára Petra Breiðfjörð Tryggvadóttir sigraði keppnina en hún söng lagið „Hallelujah” eftir Jeff Buckley. „Já, eiginlega”, svaraði Petra aðspurð hvort að útslitin höfðu komið henni á óvart. „Ég var hinsvegar búin að heyra að ég myndi vinna þetta [Söngkeppnina] en ég var í raun ekkert að taka mark á því. Það voru bara svo ótrúlega margir góðir.”. Petra hefur aldrei farið í söngnám en íhugar hvort hún eigi að vinna við söng í framtíðinni, aftur á móti ætlar hún ekki að láta sönginn hafa áhrif á námið sitt.

Kynnir kvöldsins var Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður á Voice FM og nemandi við Verkmenntaskólann. Þrátt fyrir nokkur tæknileg vandamál með hljóðfærin og sviðsbúnað, sem tók mislangan tíma til að vinna úr, náði Sigurður að skemmta áhorfendum á meðan leyst var úr vandanum með ýmsum brögðum.

Nú hefst undirbúningur skólans fyrir stóru keppnina í apríl, en keppnin á 20 ára afmæli í ár og hafa skipuleggjendur hennar lofað stórglæsilegri afmælis keppni. Petra er farin að hlakka til hennar og ætlar hún auðvitað að sigra keppnina, en síðast vann Verkmenntaskólinn árið 2007 þegar Eyþór Ingi Gunnlaugsson tók lagið Framtíð bíður.

Mikil óvissa næstu fjóra mánuði

_DSC5651
Sjálfstæðisflokkurinn og í raun þjóðin öll varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Geir H. Haarde tilkynnti þjóðinni á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda. Geir boðaði á sama tíma kosninga þann 9. maí næstkomandi sem mótmælendur telja sem hænufet í átt að kröfum þeirra, en mótmælendur ætla að halda baráttunni áfram þangað til ríkisstjórnin segi af sér. En upp vakna spurningar hvort ríkisstjórnin geti mögulega starfað í ljósi þess að tveir valdamestu og mikilvægustu aðilar séu nú að ganga í gengum alvarleg veikindi.

„Það eru náttúrulega breyttar aðstæður núna, raunar mjög breyttar aðstæður“, segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og lektor við hug –og félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri, og bætir við að búið er að eyða ákveðinni óvissu í þjóðfélaginu, en aftur á móti væri búið að skapa nýja óvissu á öðrum sviðum. „Það liggur fyrir að það verða kosningar í vor, þeirri óvissu er búið að svara.“, sagði Birgir. „Stóra óvissan [í dag] er hvort að ríkisstjórnarsamstarfið haldi velli þrátt fyrir að báðir foringjarnir hafa lýst yfir áhuga á því að klára þetta fram að kosningum.“

Á fjórða þúsund notenda á samskiptavefnum Facebook hafa krafist þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, virki 24. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir að forsetinn geti rofið Alþingi og boðað til kosninga. Að sögn Birgis getur forsetinn það ekki að eigin frumkvæði. „Það er bara forsætisráðherra sem getur rofið þing. Hinsvegar ef það kæmi fram vantrauststillaga þá í raun neyðist hann til þess þar sem þingið studdi ekki ríkisstjórnina, en það er óvíst að það verði.“

Það er því mikil óvissa í samfélaginu hvað gerist á næstu vikum og mánuðum en án efa stóra spurningin nú er hver muni leiða sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Þegar í stað hafa þó nokkur lýst yfir áhuga á formannsstólnum og bárust meira segja fréttir stuttu eftir að Geir tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Birgir segir að það er ekkert skrítið við að menn fari að tala saman og skoði stöðu sína. „Menn hafa ekki langan tíma til umhugsunar, þetta er í raun stuttur tími fram í mars fram að formannskjöri.“ „Þannig er bara lífið í pólitíkinni.“

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24. janúar 2009 kl 15:48

Krafa mótmælenda er skýr

img_9081
Mótmælendur komu saman á ráðhústorgi í dag til að sýna á ný samstöðu með þeim aðgerðum sem nú standa enn yfir í miðborg Reykjavíkur. Stutt hlé var gert á mótmælafundinum upp úr klukkan sex, en margir áttu leið sýna á borgarafund í Deiglunni þar sem tekið var fyrir skerðingu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og var þétt setið í salnum, en skipuleggjendur áætla að yfir 120 manns hafi verið á fundinum.

Að fundi loknum var hald áleiðis niður á Ráðhústorgi að nýju þar sem bálkesturinn frá því í gærkvöldi var tendraður á ný, slegið var á trommur og ýmsilegt handlægt og voru flugeldar og kínverjar sprengdir upp. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin þarf að víkja og boða þarf til kosninga. 

Það vakti þó sérstaka athygli að einhverjir mótmælendur drógu fram jólatré sem kastað var í bálið og endaði það ævi sína á sama hátt og Oslóartréið gerði í gærkvöldi fyrir sunnan.

Á sama tíma og mótmælin hér stóðu sem hæst bárust þau tíðindi úr höfuðstaðnum að lögreglan beitti táragasi á mótmælendur við Austurvöll, en slík valdbeiting hefur ekki verið notuð síðan 1949 hér á landi, eða í rúmlega 60 ár. Lögreglan á Akureyri hefur fylgst með mótmælunum í kvöld úr fjarska en hefur ekki þurft að grípa inn aðgerðirnar.

Einhver hræðsa greip um sig meðal mótmælenda þegar nokkrir mótmælendur sprengdu upp heimatilbúnar sprengjur á torginu og sprakk ein þeirra nærri blaðamanni landpóstsinns sem kastaðist aðeins til en slapp ómeyddur. Að öðru leyti fóru mótmælin friðsamlega fram.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 22. janúar 2009 kl 01:34

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband