Óveðursútkall á Höfuðborgarsvæðinu

HSG: Gísli og Eiríkur Þetta er án efa hræðilegt verður. Bílar og húsþök að fjúka, byggingarefni að fjúka, rúður brotnar og klæðning að losna. Sjálfur er ég Björgunarsveitarmaður og verð að halda mér heima í kvöld vegna stúdentsprófs í Ensku í fyrramálið. Hefði svo viljað taka þátt í þessari aðgerð. Hinsvegar fylgist ég með aðgerðinni á netinu með öðru augað. Sjálfur hinsvegar skrap ég út í "góða veðrið" og lokaði einni bílskúrshurð sem var að slást upp við loftið og búið að skemmast þó nokkuð. Ennþá liggja fjölmörg verkefni fyrir hjá Lögreglunni og Svæðisstjórn og er verkefnum deilt út eftir jafnóðum til sveita og hópa.
Til gamans er myndin hér sem er tekin af tengdri frétt af tveimum Björgunarsveitarmönnum sem starfa með mér í Hjálparsveit skáta Garðabæ.
mbl.is Slæmt ástand í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana Rut Jónsdóttir

Vonum bara að enginn slasist eða verra, maður verður svo lítill á móti náttúrunni.

Júlíana Rut Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband