Óveðursútkall nr III

Nú er enn og aftur orðið mjög hvasst í borginni og furða ég mig ennþá svolítið á því að Björgunarsveitir eru að sinna nánast að stórum hluta svipuðum verkefnum eins og síðustu tvö skiptin, þ.a.s. fjúkandi ruslatunnum, garðmunum og öðrum stórskemmtilegum verkefnum. Flokka samt ekki þakplötur, rúður og brotna glugga undir þetta nöldur :P *híhíhí*

Ég stóð vaktina upp í Hjálparsveitarhöllinni í Garðabæ í nótt ásamt sjö öðrum Björgunarmönnum, tilbúnir í verkefni. Fyrsta verkefni kom til okkar um kl 6 í morgun en fyrstu verkefni dagsins komu inn á svipað leyti. Þurfi ég að láta mig hverfa samt um svipað leyti útaf því að ég átti eftir að bera út Moggan og 24 stundir í hverfið mitt ásamt því að klára að lesa undir dönsku prófið sem er núna kl 13. Ég hef hingað til ekki séð þunga blaðberakerru takast á loftið fyrr en í morgun. Ef þið eigið leið um Grafarvoginn og sjáið 24 stundir fljúga framhjá ykkur þá er það hugsanlega eftir mig :S


mbl.is Óveðursútköllum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahha kannski maður ætti að gera sér ferð uppí sveit bara til þess að sjá fljúgandi 24;) híhíhí! kv.sigrún frænka

Sigrún :) (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:09

2 identicon

hahaha.. hef ekki rekist á blöðin ennþá :)

Matti (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband