Hvað komust þá ekki mörg fram á yfirborðið?

Ég gæslumaður á Þjóðhátíð 2005 þegar Björgunarfélagið í Eyjum sá um gæslumálin í dalnum og eins og það er nefnt hér á mbl.is komu þá upp um 50 fikniefnamál. Í ár er sagt frá því að um 17 fikniefnamál komu upp á hátíðinni þrátt fyrir að vera metár í aðsóknum. Sjálfur komst ég ekki til eyja og hefði það verið þá mitt fimmta ár í röð sem ég hef tekið þátt í hátíðinni hvort ég væri að skemmta mér eða í vinnu. Tók eftir því í fyrra að gæslan var ekki eins sýnileg á tjaldsvæðum í dalnum eins og fyrri árin. Til að rökstyðja mál mitt aðeins get ég talið upp nokkur atriði sem ég hef séð:

Fyrsta þjóðhátíð min árið 2004
Fikniefnahundar og fikniefnalögregla voru stanslaust á vappinu um tjaldsvæðin um hátíðina. Tjaldbúðin fyrir ofan okkur var t.d. leituð og voru eintaklingarnir látnir krjúpa í gólfið með hendur fyrir aftan bak á meðan leitarhundar leituðu í tjaldinu þeirra. Ég sjálfur kannaðist við einn þeirra og vissi að hann var fíkill á umræddu tímabili.

Þjóðhátíðin 2007
Sá einu sinni fikniefnahund í dalnum. Þar sem ég tók flug veit ég ekki hvernig gæslan var við herjólf, en ári 2005 voru hundarnir duglegir að leita bæði í Þorlákshöfn og við höfnina í Eyjum. Eitt skiptið sá ég þó lögregluna röllta um svæðið og þá meðmyndavélateymi þar sem var þeir voru að sýna hversu öflugir þeir voru í að uppræta svona mál. Ef ég tala um slagsmál þá sá ég alveg þó nokkuð og þá voru mörg þeirra blóðug. Eitt sinn hitti ég tvo stráka sem voru greinilega að leita af einhverjum hóp og spurðu hvort ég vissi hvar þeir voru. Þar sem ég hafði séð þennan umrædda hóp á hverju ári benti ég á staðinn, enda fór ekki framhjá því hvar og hverjir þeir voru. Stuttu seinna stend ég upp úr stólnum til að teygja úr mér og sé hópslagsmálin brjótast út á umrædda svæði. Einn af drengjunum sem komu upp af mér áður hleypur í átt að gæslunni á meðan vinur hans er fleygt í jörðina og tveir eða þrír einstaklingar eru að sparka og hoppa á honum. Gæslan kemur yfir hæðina í rólegheitum og eru ekkert að hafa fyrir því að flýta sér. Ég stend þarna og við stólinn minn og miður mín að hafa bent þeim á staðinn hleyp að gæslunni sem var þá töluvert frá búðunum og segi við einn gæslumanninn að drífa sig þangað, það er verið að hoppa á greyið stráknum. Þá segir gæslumaðurinn, "Ha ... er það?" og byrjar þá hópurinn fyrst að hlaupa í áttina að hópnum. þegar búið er að stíga fólkið í sundur sé ég svo tvo menn hoppa úr sjúkrabíl og í áttina að svæðinu.

Nú ætla ég mér ekki að gagnrýna hátíðina eða gæsluhópa enda er ekki hægt að alhæfa heildina ef einn eða tveir eru svona. Hinsvegar heyrði ég frá nokkrum einstaklingum sem höfðu farið oft í gæslu á þjóðhátíð að fleiri mál komu upp þegar björgunarsveitarmenn voru að halda utan um þetta. Þrátt fyrir að það sé ekki alveg hægt að alhæfa að það sé allur sannleikurinn, þá vildi ég einfaldlega kasta fram þeiri spurningu hvort það hafi ekki verið fleiri mál sem komu ekki fram en komst upp um?
mbl.is 17 fíkniefnamál á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru tóbak og áfengi líka fíkniefni og því ætla ég að fullyrða að það hafi verið mörg þúsund fíkniefnamál í Eyjum um helgina.

Geiri (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 03:21

2 identicon

Það væri gaman að sjá lögregluna ná 100% árangri, þá væru nokkur þúsund manns í fangelsi eftir verslunarmannahelgina.

Pétur (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband