Föstudagur, 8. ágúst 2008
Krúttlegustu vélmenni kvikmyndasögunar

Til að fræða ykkur aðeins um myndina, fyrir þá sem hafa ekki séð hana, fjallar myndin um lítið velmenni sem hefur fengið það verkefni að hreinsa upp jörðina, eftir að mannfólkið hefur fyllt jörðina af rusli. Fyrir vikið er líf á jörðinni ekki hægt og bíður nú mannfólkið í stórtu geimskipi í geiminum. Wall-E er hinsvegar forvitinn og einmanna. Þegar Eve er send á jörðina til að kanna hvort líf geti þróast á ný á jörðinni verður Wall-e ástfanginn upp fyrir haus og þá fyrst sko ævintýrið mikla.

Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd mæli ég svo sannarlega með að þið gerið það. Án efa ein af skemmtilegustu bíómyndum sem ég hef séð á þessu ári. Gef henni alveg góðar 4 stjörnur yfir góðri sci-fi framtíðar tölvuteiknimynd :)
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.