Þriðjudagur, 12. júní 2007
bróðir minn ...
... gleypti einu sinni eina krónu á Portúgal fyrir tveimum árum. Þá var hann 5 ára. Hinsvegar var hann heppinn því að peningurinn festist í vélindanum og gat alveg andað og annað. Sem betur fer var ferðaskrifstofan með enskan læknir sem kom fljótlega og skoðaði hann nánar. Greyið var svo sent með sjúkrabíl á bláljósum þvert um landið í höfuðborgina svo að hægt væri að ná honum upp.
Svo reyndar til þess að toppa söguna aðeins uþb fimm mín eftir að hann gleypti eina krónuna datt annar bróðir minn, þá 3 ára, á steyptan bekk í íbúðinni og fékk ljótan skurð á hausinn. Sárið var límt saman í íbúðinni og greyið fékk ekki að synda restina af ferðinni :S
Enn svo vakna upp sú spurning ... hvernig náði hann að gleypa íslenska krónu í útlöndum :P
![]() |
Gleypti fimm krónu pening |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. júní 2007
Bifhjólasaga
Var um daginn að keyra í vinnuna og beygja upp af Vesturlandsveginum til þess að keyra í átt að rauðavatni. Fyrir aftan mig er maður á skellinöðru sem bókstaflega með hjólið á stuðaranum hjá mér. Svo rýkur hann fram úr mér og brunar á vel yfir 100 og örugglega nálægara 200 km/klst hraða. Svo brunar hann með fram bílunum áfram veginn meðfram bílum, á hinni akreininni og vegöxlinni. Lá við að ég var farinn að búast við einhverju stórslysi miðað við hvernig hann keyrði.
Slysið sem varð í nótt sýnir nú einmitt að sumir hafa ekki þroska til þess að keyra á svona hjólum. Það er þekkt að bifhjólaslys eru mun alvarlegri, sérstaklega ef maður er ekki vel varinn eða keyrir eins og skepna. Hinsvegar eru nú sumir "bíl" ökumenn sem eru nú ekkert skárri stundum. Rása um akreinarnar og stofna sér og öðrum í lífshættu. Hvers vegna??
![]() |
Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 10. júní 2007
Erlent?
![]() |
Ofsaakstur í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
fyrsti stundirnar
Það er stutt síðan að sjáfstæðisflokkurinn tilkynnti ráðuneytin sem menn þeirra munu starfa undir og strax eru kjósendur fullir af efasemdum. Juju ... margir krossuðu yfir hann Björn og hann Árna. Svo sem skiljanlegt með Árna ... hann er fínn í brekkusöngnum á þjóðhátíð og ég var nú bara of ungur til þess að taka eftir honum á þingi, en hann er dæmdur glæpamaður sem fékk annað tækifæri. Fólkið hefur samt ekki gleymt því sem hann gerði. Hvað varðar Björn þá má segja að kjósendur tóku málstað Baugsmanna. Mér finnst ákærurnar á hendur Baugs vera einum of fyrst að þegar nýr dómur er fallinn, kemur ný ákæra daginn eftir. Búinn að missa alla trú á þeim málum.
Bíðum aðeins með að rakka niður embættismenn sem hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til þess að prófa nýju fallegu sætin sín í Alþingis salnum.
Gott hjá þeim að halda Björn í sama stólnum. Búinn að standa sig vel að mínu mati.
Nú bara bíða og sjá hvað Samfylkingin mun gera í sínum málum.
![]() |
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
N1/N4 Kronika/Krónikan o.s.frv.
![]() |
N4 kannar réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Vonda hálkan
Hvað eru mörg umferðaóhöpp búin að vera núna um helgina? Það var frétt um laugardaginn að átta hefðu lent í einhverskonar óhöppum og svo þrír í dag og eitt banaslys.
Ég var einmitt farþegi í bíl föstudagskvöldið og vorum á leið í sumarbústað nálægt selfossi, enn áður enn við komum að litlu kaffistofunni lenntum við í hálkubletti, snerist og keyrði út af veginum. Sem betur fer sluppu allir heilir á húfi. Svo voru tveir kunningar mínir sem veltu sínum bíl en slösuðust sem betur fer ekki alvarlega. Framstuðarinn brotnaði aðeins enn annars varð allt í góðu með bíl og farþega. Aðrir ökumenn sem voru á fyrir framan okkur aðstoðuðu okkur að koma bílnum upp á veginn og þakka ég þeim fyrir aðstoðina.
Þessi helgi var alls ekki góð ökuhelgi. Alls ekki.
![]() |
Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Kronika vs. Krónikan
Kronika á að koma út í apríl á þessu ári og er verið að vinna hart að útgáfu blaðsins. Ég, Daníel Sigurður Eðvaldsson, er einmitt Ritstjóri blaðsins.
![]() |
Nýja fréttatímaritið mun heita Krónikan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 2. janúar 2007
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)