Miðvikudagur, 26. desember 2007
Skora á íslendinga
Skora þess vegna alla landsmenn og björgunarsveitarfólk til þess að hirða upp flugeldasorpið kringum sitt hús og jafnvel í sínu nánasta nágrenni.
![]() |
Skorað á björgunarsveitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Kvikmynd: The Moguls
Í kvöld keypti ég mér myndirnar "The Moguls" og "Even Money" úr 48DVD safninu. Báðar myndir voru góðar á sinn hátt. Hinsvegar langar mér að birta smá umfjöllun um The Moguls. Til gamans geta hafði ég engar sérstakar væntingar gangvart þessum myndum.

Myndin fjallar um vinahóp sem reynir og reynir að finna sér eitthvað sem þeir getað grætt verulega á. Ákveðið er að búa til saklausa klámmynd. Verkefnið er ekki eins auðvelt og þeir upphafla halda og er gaman að fylgjast með hvernig þetta verkefni þeirra fer.
Persónurnar eru allar mjög ólíkar á sinn hátt þrátt fyrir að eiga eitt sameiginlegt, að vera ósköp venjulegt fólk sem búa í bandarískum smábæ. Lifa einföldu lífi og reyna sitt besta að vera gott fólk. Andy (Jeff Bridges) er fráskilinn og þarf að horfa upp á son sinn lifa með ríkum stjúpföður sínum. Þetta fer svolítið fyrir brjóstið á honum og vill endilega gera betur. Hann er sem dæmi aðilinn sem fær þessa skrítnu hugmynd um að framleiða klámmyndina.
The Mogules er bráðskemmtileg kvikmynd og mæli ég svo sannarlega með þessari mynd. Myndin fær frá mér 3 og hálfar stjörnur.
Þriðjudagur, 25. desember 2007
Flugeldafárið
Flugeldasalan er stærsta fjáröflun björgunarsveita. Með þeim pening geta sveitirnar keytp nauðsynlegan búnað og tæki til þess að vera klárir í slaginn þegar á sveitirnar reynir. Í desember sem dæmi gekk yfir mikið óveður allstaðar á landinu og voru björgunarsveitarmenn að stöfum nánast í 5 sólahringa víðsvegar um landið.
Margir einkaaðilar hafa síðustu ár verið að stækka sínar sölur til muna og veita Björgunarsveitum og góðgerðafélögum stranga samkeppni. Persónulega finnst mér það í raun allt í lagi, enda staðreynd að þeir selja sína flugelda aðeins ódýrari og gerir það að verkum að allir hafa möguleikan á að versla sér flugelda. Hinsvegar finnst mér alveg út í hött þegar einkaðilar eru að gera allt til þess að líkjast björgunarsveitarstöðum, eins og gert var í fyrra. Þá með að vera í svipuðum einkennisfatnaði og setja upp sölur á sama stað og björgunarsveitir eru með sínar.
Margir einstaklingar hafa talað um að Björgunarsveitir eigi að fá einkaleyfi fyrir flugeldasölu á landinu og er ég á móti þeirri hugmynd. Það á ekki að neyða neinn til þess að kaupa flugelda af ákveðnum einstaklingum eða hrinda samkeppninni út úr markaðinum. Hinsvegar er það staðreynd að landsmenn treysta björgunarsveitum landsins og fara gjarnan til þeirra og versla.
Gleðileg jól, farsælt komandi ár og farið varlega þegar þið skjótið upp flugelda :)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
Gleðileg jól
kv. Daníel Sigurður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. desember 2007
Áramótaheiti 2007 náð ... útskrifaður úr framhaldsskóla
Á föstudaginn var útskrift úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Háskólabíói og það besta við þetta allt saman er að ég var sjálfur að útskrifast. Hvíta húfan ... loksins. Óendanlega sáttur og ánægður með sjálfan mig :) Einnig óska ég öllum sem útskrifuðust í gær eða eiga eftir að útskrifast innilega til hamingju með áfangan. Þið getið verið mjög stollt af ykkur.
Ég fékk 7,25 í meðaleinkunn og einkunnir voru:
- Danska 202 = 8
- Danska 212 = 7
- Íslenska 403 = 7
- Íslenska 503 = 6
- Stærðfræð 202 = 8
- Eðlis- og efnafræði (nát123) = 8
- Enska 503 = 7
- Íþróttir 111 = 7
Hef ekki oft verið með svona góðar einkunnir á lokaprófi þannig ég er óendalega sáttur með árangrinn.
Þekka fyrir mig ... gleðileg jól og farsælt komandi ár :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Sorglegur atburður þá, sorglegur atburður núna
Þegar sprengjan sprakk í Omagh árið 1998 var ég nú það ungur að svona fréttir höfðu nú ekki mikil áhrif á mig. Eiginlega vissi ég ekki af þessum atburð fyrr en í fyrra þegar ég var í áfanga sem ber nafnið SAG403 eða Kvikmyndasaga. Þar horfðum við á myndir sem gerðar hafa verið eftir sprengjutilræði, borgarastyrjaldir eða allt sem hefur haft áhrif á heiminn.Tókum fyrir Írland, Bosnía og Sarajevo, Afríku og Suður-Ameríku. Horfðum á myndir eins og "Welcome to Sarajevo", "Salvador", "In the name of the Father", "Carla's Song" og "Omagh" sem dæmi.
Flestar þessar myndir fjölluðu um ein ákveðinn einstakling sem raunverulega upplifði atburðina eins og t.d. í Omagh. Þar missti fjölskylda son sinn í tilræðinu og myndin gekk út á það að faðir hans var að berjast fyrir því að aðilarnir sem stóðu baki við tilræðið myndu fá sína réttláta meðferð fyrir vikið. Sáum svo sem miklu betri myndir hvað varðar spennu og annað en Omagh sýndi meira svona drama hlutan allan tíman. Mæli með þessari mynd svo sem og allar hinar líka.
Nú er spurning hvort baráttan sem faðir hans byrjaði með sé til einskis?
![]() |
Sýknaður af morðákæru vegna Omagh |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Tilgangslaus færsla um sjálfan mig
Já það er 18. desember 2007. Það eru 6 dagar til jóla og ég hef ekki losnað við þetta glott á andlitinu á mér núna í nokkra daga. Afhverju? Nei ég er ekki furðulega ánægður með að jólin séu að koma, reyndar kannski örlíti. Nefnilega á ekki neinn pening til þess að eyða í jólagjafir, þannig ég er löglega afsakaður frá jólagjöfum í ár, þótt ég myndi alveg vilja gefa einhverja pakka. Allavega ... ég náði öllum mínum prófum í þetta skiptið og er staðan sú að drengurinn er að útskriftast úr framhaldsskóla. Loksins. Eftir þvílíkan lærdómsherferð og óhugnalega mikið stress og svefnleysi tókst manni loksins að galdra fram hvíta húfu, ánægða foreldra og eitt stykki pappír þar sem stendur að ég hafi útskrifast. Á samt eftir að fá svona í hendurnar. Fær maður svona plagg hvort sem er? Veit ekki, alveg sama.
Meira gott, ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Er búinn að planta mér niður í mbl sjónvarpinu og mun láta ljós mit skína þar þangað til þessi frábæri einstaklingur fer í frekari nám. Fjölmiðlafræðin situr efst á blaði og hver veit nema maður hendir sér út í djúpu laugina og fer til Dublin, Írland og lærir þetta þar. Gaman gaman :D
Þetta ætti að duga í bili. Ég er þreyttur, meiddur og horfi slefandi á rúmið mitt *slef*. Góða nótt elsku gestir :) Sofið rótt í alla nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. desember 2007
**** og ***
![]() |
Ritstjóri tímarits sektaður fyrir áfengisauglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Siðferði á netinu
Þar sem ég fæ hlut af tekjum mínum frá netinu góða hef ég mikið verið að hugsa um siðferði og hvað má og hvað ekki þegar unninn er heimasíða. Sjálfur reyndar er ég ekki alveg að skilja mbl fréttina nógu vel. Þar segir að það hafi birtst auglýsing með tengil inn á erlenda heimasíðu? Það getur varla verið auglýsing þar sem einu auglýsingarnar eru íslenskar og vísa inn á íslenskar síður. Þannig að þetta hlítur að vera einhver leikur
Ég auðvitað fór beint inn á leikjanet eftir að ég las fréttina og reyndi að finna einhverja leiki sem væru ekki fyrir hæfi barna. Ég fann leiki eins og "Paperdoll Heaven" og "Denim Rocks Dress Up". Ef þetta er sökudólgurinn þá finnst mér að verið sé að gera of mikið úr litlu. Jújú, það mætti svo sem segja að þetta sé að pota í siðfeðislega stikið eða hvað sem er en í raun er þetta nú ekkert verra en Barbí dúkkurnar, Action Man eða hvaða plastdúkkur börnin leika sér með þessa daga. Allavega með Barbí getur maður afklætt hana eins og manni sýnist. Er þá ekki málið að hella sig yfir Barbí framleiðandan fyrir að leyfa börnum að afklæða hana af vild?
![]() |
Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. desember 2007
Óveðursútkall nr III
Nú er enn og aftur orðið mjög hvasst í borginni og furða ég mig ennþá svolítið á því að Björgunarsveitir eru að sinna nánast að stórum hluta svipuðum verkefnum eins og síðustu tvö skiptin, þ.a.s. fjúkandi ruslatunnum, garðmunum og öðrum stórskemmtilegum verkefnum. Flokka samt ekki þakplötur, rúður og brotna glugga undir þetta nöldur :P *híhíhí*
Ég stóð vaktina upp í Hjálparsveitarhöllinni í Garðabæ í nótt ásamt sjö öðrum Björgunarmönnum, tilbúnir í verkefni. Fyrsta verkefni kom til okkar um kl 6 í morgun en fyrstu verkefni dagsins komu inn á svipað leyti. Þurfi ég að láta mig hverfa samt um svipað leyti útaf því að ég átti eftir að bera út Moggan og 24 stundir í hverfið mitt ásamt því að klára að lesa undir dönsku prófið sem er núna kl 13. Ég hef hingað til ekki séð þunga blaðberakerru takast á loftið fyrr en í morgun. Ef þið eigið leið um Grafarvoginn og sjáið 24 stundir fljúga framhjá ykkur þá er það hugsanlega eftir mig :S
![]() |
Óveðursútköllum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)