Færsluflokkur: Bloggar

Nemendaráðspjakkur

Nú eru busavígslurnar farnar að rúlla af stað á ný og á hverju ári höfum við heyrt sögur frá busavígslum héðan og þaðan sem virkilega hafa farið yfir strikið. Ég hef verið í nemendaráði síðan árið 2003 í Ármúlaskólanum og hefur okkar busun verið yfirleitt mjög einföld og með eitt markmið í huga, hafa gaman og búa til góða minningu.

Hinsvegar er aldrei hægt að vita almennilega hvort nemendur séu sáttir eða ekki við busunina og veit ég auðvitað ekki hvernig það er í öðrum skólum. Hjá okkur hef ég bara heyrt góða hluti frá nemendum. Auðvitað getur einn eða tveir verið ósáttir segi það aldrei. Hinsvegar eru það nemendurnir sem fá að vita hvernig þeim fannst vígslan og heyra sjaldan hvernig nemendum fannst nema kannski frá þeim sem voru ósáttir. Það getur gerst og ég veit um að það hefur gerst. Sem dæmi fylgdist skólastjórinn og aðrir æðri starfsmenn á vígsluna og hurfu svo um leið inn á sína skrifstofu. Næst sem við heyrum er að allt nemendaraðið er sent inn til skólastjórans þar sem okkur beið bara hótanir, öskur og endalausar skammarnir eftir að tveir nemendur kvörtuðu.

Það er nú markmiðið hjá öllum skólum en jú ég held að stundum hefur nemendaráðið of frjálsar hendur. Hjá okkur hefur skólastjórnin yfirvaldið yfir dagskrá busavígslunar. Við komum með uppástungur og þeir skera úr hvort það sé leyfilegt eða ekki. Ég gæti talað mikið um vígsluna okkar, bæði góðar og slæmar sögur þar sem skólastjórnin gekk of langt á busavígslunni og niðurlægði böðlana á röngum forsendum. En það er ekki það sem ég ætla að ræða hér.

Skólayfirvöld þurfa að hafa hendur sínar í skipulagningu vígslunar, annars getur það auðvitað farið hræðilega úr böndunum.


mbl.is Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávallt viðbúinn

Ég er Björgunarsveitarmaður og hef þurft að stökkva út í útköll á vinnutíma eða skólatíma og yfirmenn/kennarar mínir hafa alltaf skilið það og hleypt mér frá vinnu þegar svona ástand kemur upp. Hinsvegar hefur líka komið upp atvik þar sem ég hef ekki getað komist þar sem ég hef verið einn á vakt og er það auðvitað erfitt og ber ég líka skilning gagnvart því auðvitað ;)
mbl.is Landsbjörg segir umburðarlyndi atvinnurekenda aðdáunarvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"... hvað gerist þá ef rýma þyrfti borgina í flýti?"

Þetta er án efa besta setningin sem ég hef heyrt lengi um gatnakerfi borgarinnar. „ef nokkrir íbúar með tjaldvagna valda þessum töfum hvað gerist þá ef rýma þyrfti borgina í flýti?".

Stjórnmálamenn ættu að hafa þetta bakvið eyrað við skipulag gatnakerfis kringum borgina og bara í raun allstaðar ;)


Ef t.d. olíutankarnir á Örfirðisey myndu nú einn góðan veðurdag standa í ljósum logum (eins og hefur nú gerst í Bretlandi og víðar) þyrfti að rýma með stórt svæði kringum stöðina. Hvernig ætti það t.d. að fara fram? Sé allavega fyrir mér frekar mikið stress og "panic" kringum miðbæinn og vesturbæinn.
mbl.is Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pælingar

Í fyrsta lagi finnst mér það frekar heimskulegt að nýja Hringbrautin hafi ekki verið sett í stokk eins og íhugað var á sínum tíma.

Öðru lagi segi ég JÁ við að setja miklabrautina og kringlumýrarbrautina í stokk.

Í þriðja lagi finnst mér líka að það ætti að skoða neðanjarðarlestakerfi um borgina. Jújú það er án efa dýrt en ég persónulega myndi frekar taka lest til og frá vinnu/skóla heldur enn að keyra fram og tilbaka. Gott fyrir andrúmsloftið og sparar peninga fyrir okkur hina, á einhverju leyti allavega :P ;)

Í fjórða lagi má alveg skoða öskjuhlíðargöng og jú sundabrautin að sjálfsögðu ;) Vill samt ekki sjá gatnakerfi eins og er í bandarískum stórborgum. Stórar "Highway" sem liggja fyrir ofan húsin. Það myndi alveg skemma borgarmyndina :S:S

Reykjavík er alltaf að stækka og á endanum verður þetta án efa líkt og aðrar borgir. Ætti alveg að plana aðeins í framtíðinni ;)


mbl.is Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bróðir minn ...

... gleypti einu sinni eina krónu á Portúgal fyrir tveimum árum. Þá var hann 5 ára. Hinsvegar var hann heppinn því að peningurinn festist í vélindanum og gat alveg andað og annað. Sem betur fer var ferðaskrifstofan með enskan læknir sem kom fljótlega og skoðaði hann nánar. Greyið var svo sent með sjúkrabíl á bláljósum þvert um landið í höfuðborgina svo að hægt væri að ná honum upp.

Svo reyndar til þess að toppa söguna aðeins uþb fimm mín eftir að hann gleypti eina krónuna datt annar bróðir minn, þá 3 ára, á steyptan bekk í íbúðinni og fékk ljótan skurð á hausinn. Sárið var límt saman í íbúðinni og greyið fékk ekki að synda restina af ferðinni :S

Enn svo vakna upp sú spurning ... hvernig náði hann að gleypa íslenska krónu í útlöndum :P


mbl.is Gleypti fimm krónu pening
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bifhjólasaga

Var um daginn að keyra í vinnuna og beygja upp af Vesturlandsveginum til þess að keyra í átt að rauðavatni. Fyrir aftan mig er maður á skellinöðru sem bókstaflega með hjólið á stuðaranum hjá mér. Svo rýkur hann fram úr mér og brunar á vel yfir 100 og örugglega nálægara 200 km/klst hraða. Svo brunar hann með fram bílunum áfram veginn meðfram bílum, á hinni akreininni og vegöxlinni. Lá við að ég var farinn að búast við einhverju stórslysi miðað við hvernig hann keyrði.

Slysið sem varð í nótt sýnir nú einmitt að sumir hafa ekki þroska til þess að keyra á svona hjólum. Það er þekkt að bifhjólaslys eru mun alvarlegri, sérstaklega ef maður er ekki vel varinn eða keyrir eins og skepna. Hinsvegar eru nú sumir "bíl" ökumenn sem eru nú ekkert skárri stundum. Rása um akreinarnar og stofna sér og öðrum í lífshættu. Hvers vegna??


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlent?

Ég veit að þótt maður þurfi nú að keyra svolítið til þess að komast í Mosfellsbæinn þá hef ég aldrei túlkað það fyrir að vera erlendis. Allavega hef ég ekki þurft að sýna vegabréfið mitt áður enn ég kem til Mosfellsbær City.
mbl.is Ofsaakstur í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrsti stundirnar

Það er stutt síðan að sjáfstæðisflokkurinn tilkynnti ráðuneytin sem menn þeirra munu starfa undir og strax eru kjósendur fullir af efasemdum. Juju ... margir krossuðu yfir hann Björn og hann Árna. Svo sem skiljanlegt með Árna ... hann er fínn í brekkusöngnum á þjóðhátíð og ég var nú bara of ungur til þess að taka eftir honum á þingi, en hann er dæmdur glæpamaður sem fékk annað tækifæri. Fólkið hefur samt ekki gleymt því sem hann gerði. Hvað varðar Björn þá má segja að kjósendur tóku málstað Baugsmanna. Mér finnst ákærurnar á hendur Baugs vera einum of fyrst að þegar nýr dómur er fallinn, kemur ný ákæra daginn eftir. Búinn að missa alla trú á þeim málum.

Bíðum aðeins með að rakka niður embættismenn sem hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til þess að prófa nýju fallegu sætin sín í Alþingis salnum.

Gott hjá þeim að halda Björn í sama stólnum. Búinn að standa sig vel að mínu mati.

Nú bara bíða og sjá hvað Samfylkingin mun gera í sínum málum.


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1/N4 Kronika/Krónikan o.s.frv.

Mér finnst N1 ekki vera heillandi nafn á fyrirtæki. Ég var á Akureyri um helgina og ruglaðis sjálfur á nöfnunum þannig ég er alveg sammála þeim. Stundum finnst mér bara hreinlega eins og fyrirtæki hugsa ekkert í kringum sig. Svipað dæmi með vikutímaritinu Krónikan sem var í raun alveg eins og nafn skólablaðs Fjölbrautaskólans við Ármúla, Kronika. Þegar við hjá Kroniku voru að safna styrkjum og auglýsingum tók ég einmitt eftir að fólk ruglaði saman þessum tveimum miðlum.
mbl.is N4 kannar réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonda hálkan

Hvað eru mörg umferðaóhöpp búin að vera núna um helgina? Það var frétt um laugardaginn að átta hefðu lent í einhverskonar óhöppum og svo þrír í dag og eitt banaslys.

Ég var einmitt farþegi í bíl föstudagskvöldið og vorum á leið í sumarbústað nálægt selfossi, enn áður enn við komum að litlu kaffistofunni lenntum við í hálkubletti, snerist og keyrði út af veginum. Sem betur fer sluppu allir heilir á húfi. Svo voru tveir kunningar mínir sem veltu sínum bíl en slösuðust sem betur fer ekki alvarlega. Framstuðarinn brotnaði aðeins enn annars varð allt í góðu með bíl og farþega. Aðrir ökumenn sem voru á fyrir framan okkur aðstoðuðu okkur að koma bílnum upp á veginn og þakka ég þeim fyrir aðstoðina.

Þessi helgi var alls ekki góð ökuhelgi. Alls ekki.


mbl.is Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband